Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 14. október 2020 10:00
Magnús Már Einarsson
Nýja-Sjáland hættir við að mæta Englandi
Englendingar þurfa að finna nýjan andstæðing.
Englendingar þurfa að finna nýjan andstæðing.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nýja-Sjáland hefur ákveðið að hætta við að mæta Englendingum í vináttuleik á Wembley þann 12. nóvember næstkomandi.

Nýja-Sjáland segir að kórónuveiran geri það að verkum að erfitt sé að fá leikmenn í verkefnið og að ferðalög séu mjög flókin. Því geti liðið ekki mætt til leiks.

Enska knattspyrnusambandið segist ætla að finna annan andstæðing til að spila við á Wembley 12. nóvember í staðinn.

Englendingar heimsækja síðan Belga 15. nóvember í Þjóðadeildinni áður en Ísland mætir á Wembley þann 18. nóvember.
Athugasemdir
banner