Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mið 14. október 2020 22:01
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rúnar Alex róar mikið með því að vera góður á boltanum
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður Arsenal, var í markinu hjá Íslandi gegn Belgíu í Þjóðadeildinni í kvöld og stóð sig vel, þó leikurinn hafi tapast 2-1.

„Hann hefur sýnt það að hann er frábær í fótunum og það er enginn íslenskur markvörður, og væntanlega ekki rosalega margir markmenn í Evrópu þannig séð, sem eru betri en hann í fótunum," sagði Davíð Þór Viðarsson á Stöð 2 Sport.

„Það sást mjög greinilega að það hjálpaði liðinu mjög mikið, bæði hvað mönnum leið vel með að setja boltann til baka á hann og líka þegar hann tekur hann upp langan þá setur hann boltann þar sem hann vill setja hann og þangað sem við viljum að hann fari."

Kjartan Atli Kjartansson spurði Bjarna Guðjónsson, þjálfara KR, hversu miklu máli það skipti að hafa markvörð sem er góður á boltanum.

„Það róar allt á fyrsta þriðjungi vallarins. Í leikjunum tveimur á undan þá höfum við lent í því að það skapar pressumóment inn í vítateignum okkar (að gefa til baka). Í dag þá spiluðum við til baka og þá var ekkert oft sem þeir komu. Honum er alveg sama þó það komi pressa á sig, hann spilar honum bara fram."

„Hann leysti þessa hluti sem hann fékk í leiknum, að halda boltanum og spila honum út vel. Hann kom út tvisvar, þrisvar og greip vel. Hann gat lítið gert í mörkunum, frammistaða Rúnars í kvöld er mjög góð," sagði Bjarni.

Rúnar gekk nýverið í raðir enska stórliðsins Arsenal eins og allir ættu að kannast við.
Athugasemdir
banner
banner
banner