Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 14. október 2021 15:30
Elvar Geir Magnússon
Pedri skrifar undir hjá Barcelona til 2026 (Staðfest)
Ungstirnið Pedri.
Ungstirnið Pedri.
Mynd: Getty Images
Spænski miðjumaðurinn Pedri hefur skrifað undir nýjan samning við Barcelona en katalónska stórveldið tilkynnti þetta í morgun.

Pedri er 18 ára spænskur landsliðsmaður en nýr samningur hans við Börsunga gildir til 2026.

Í gær var greint frá því að Pedri sé með riftunarákvæði í nýjum samningi sínum við Barcelona. Ef félag bíður Barcelona einn milljarð evra þá verður Barcelona að taka því tilboði.

Pedri spilaði heila 73 leiki á síðasta tímabili ef allir leikir í öllum keppnum eru taldir með ásamt leikjum með landsliðinu.

Hann er einn af 30 sem koma til greina sem sigurvegari í Ballon d'Or og er einn af tíu sem koma til greina sem besti ungi leikmaður heims.


Athugasemdir
banner
banner
banner