Francis Uzoho markvörður Omonia upplifði drauminn í gær þegar hann stóð í markinu á Old Trafford gegn Manchester United.
Uzoho er harður stuðningsmaður United en hann átti stórleik og var nálægt því að halda hreinu gegn enska stórliðinu. Það var mark Scott McTominay í uppbótartíma sem skildi liðin að.
„Ég er ekki vonsvikinn því við áttum góðan leik en við hefðum frekar viljað fá að minnsta kosti eitt stig. Draumurinn varð að veruleika með því að spila hér. Mér hefur dreymt um þetta í langan langan tíma," sagði Uzoho.
Uzoho átti margar stórkostlegar vörslur í leiknum en eina þeirra, já eða tvær, má sjá með því að smella hér.
Athugasemdir