Pickford klárar ferilinn hjá Everton - Arsenal gæti fengið Kolo Muani - Van Nistelrooy leitar til Man Utd
   fös 14. október 2022 11:20
Elvar Geir Magnússon
Nikolaj Hansen á sér draum um að spila í Japan
Nikolaj Hansen, sóknarmaður Víkings.
Nikolaj Hansen, sóknarmaður Víkings.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nikolaj Hansen, sóknarmaður Víkings, segir við bold.dk að hann hafi eftir síðasta tímabil hafnað tilboðum frá dönsku úrvalsdeildinni og frá Svíþjóð. Hann hafi þó ekki verið til í að stökkva á hvað sem er, það hefði þurft að vera 'rétta tækifærið'.

Hann varð markakóngur þegar Víkingur varð Íslandsmeistari í fyrra og var hetja liðsins í bikarúrslitunum í ár.

Í viðtalinu talar hann meðal annars um góð laun sem erlendir leikmenn fá í íslenska boltanum en segir að peningarnir séu ekki aðalmálið.

„Það er vel borgað en ég hef alltaf sagt það að lífsreynslan telur meira en peningarnir. Ef ég mun fá tækifæri til að spila í Asíu einn daginn þá verður upplifunin aðalmálið," segir Hansen.

Hansen, sem er 29 ára og samningsbundinn Víkingi út næsta tímabil, segir frá því í viðtalinu að hann eigi sér draum um að spila í Asíu og sé sérstaklega heillaður af Japan.

„Það mun klárlega vekja áhuga minn ef spennandi tilboð berst frá Asíu. Ég er á þeim aldri að ég vil fá sem mesta reynslu út úr fótboltanum. Annars held ég að ég muni sjá eftir því í framtíðinni. Ég hef alltaf átt draum um að fara til Japan og upplifa menninguna þar," segir Hansen sem segist hafa fengið áhuga frá liði í C-deildinni í Japan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner