Ruben Amorim til Man City? - Alphonso Davies á óskalista Man Utd - Verðmiðinn á Antony - Barcelona á eftir tveimur leikmönnum Chelsea
   mán 14. október 2024 13:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Elvar Orri framlengir á Selfossi
Lengjudeildin
Marki fagnað með Árborg í sumar.
Marki fagnað með Árborg í sumar.
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Selfoss tilkynnti í dag að Elvar Orri Sigurbjörnsson væri búinn að skrifa undir tveggja ára framlengingu á samningi sínum við félagið.

Elvar Orri lék einungis einn leik með Selfossi á tímabilinu en var lánaður til Árborgar í 4. deildinni þar sem hann gerði mjög vel.

Hann skoraði 13 mörk í 13 leikjum í 4. deild og var valinn sóknarmaður ársins og bjartasta vonin á lokahófi félagsins. Hann endaði sem markahæsti leikmaður Árborgar og þriðji markahæsti leikmaður 4. deildar.

Elvar er fæddur 2005 og hefði fyrri samningur runnið út í næsta mánuði. Það verður fróðlegt að sjá hvort hann verði í hlutverki í Lengjudeildinni á næsta tímabili en Selfoss vann 2. deild í sumar og fór upp um deild.
Athugasemdir
banner
banner
banner