Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   mán 14. október 2024 23:30
Brynjar Ingi Erluson
Mendy vill 11,5 milljónir punda frá Man City - Fékk lánaðan pening frá liðsfélögunum
Benjamin Mendy
Benjamin Mendy
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Málaferli Benjamin Mendy gegn Manchester City eru í fullum gangi en leikmaðurinn stefndi félaginu vegna vangoldinna laun en hann fer fram á að félagið greiði honum 11,5 milljónir punda í vangoldin laun.

Franski varnarmaðurinn var handtekinn árið 2021 og kærður í fjórum ákæruliðum fyrir að hafa nauðgað þremur konum en brotin áttu sér stað frá október 2020 til ágúst 2021.

Á meðan hann var í gæsluvarðhaldi stigu fleiri konur fram og kærðu hann fyrir kynferðisbrot.

Man City ákvað í kjölfarið að setja Mendy í bann og frysti launagreiðslur.

Mendy var sýknaður af öllum á síðasta ári og yfirgaf Manchester City í kjölfarið eftir að samningur hans rann út.

Leikmaðurinn tilkynnti í nóvember á síðasta ári að hann væri á leið í mál við Man City vegna vangoldinna launa. Það hófst í dag, en þar kom ýmislegt fram.

Þar sagði hann meðal annars að þrír liðsfélagar hans í Manchester City hafi lánað honum pening þar sem hann átti ekki fyrir barnameðlagi.

„Ég var í vandræðum með að greiða barnameðlag. Mér leið ömurlega,“ sagði Mendy.

„Raheem Sterling, Bernardo Silva og Riyad Mahrez lánuðu mér allir pening til að hjálpa mér að styðja fjölskyldu mína og greiða lögfræðikostnað.“

Mendy kom inn á það að Omar Berrada, fyrrum framkvæmdastjóri Manchester City, hafi lofað því að hann fengi laun sín greidd, en hann hefur sjálfur þverneitað fyrir að hafa lofað honum því.

„Ég hefði haldið það að af öllum félögum þá ætti Man City að skilja stjórnleysið og reiðina sem manneskja upplifir þegar hún er kærð fyrir falskar ásakanir, svona miðað við þær ásakanir sem enska úrvalsdeildin hefur lagt fram á hendur félagsins.“

„Man City hefur á engum tímapunkti beðist afsökunar eða viðurkennt að aðgerðir þeirra kostuðu mig næstum því aleiguna. Ég tel það vera sanngjarnt að ég fái greidd launin sem ég hefði þénað ef ég hefði ekki verið ranglega ásakaður um glæp sem ég framdi ekki,“
sagði Mendy.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner