„Við erum með dúka á vellinum og erum að detta inn á leikdagsfund með UEFA, dómurum og Tyrkjum. Það var kalt í nótt, við erum með dúkana yfir. Völlurinn er vissulega kaldur en svo verður UEFA að meta ástandið," segir Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri Laugardalsvallar, í stuttu samtali við Fótbolta.net í dag.
Það er óvíst hvort að hægt verði að spila landsleik Íslands og Tyrklands í kvöld vegna veðurs, það er mjög kalt og Laugardalsvöllur gæti verið metinn óleikfær.
Leikurinn á að hefjast klukkan 18:45 í kvöld. Ef leiknum verður frestað er möguleiki að hann fari fram á morgun eða hreinlega ekki fyrr en í næsta landsleikjaglugga sem verður í nóvember.
Það er óvíst hvort að hægt verði að spila landsleik Íslands og Tyrklands í kvöld vegna veðurs, það er mjög kalt og Laugardalsvöllur gæti verið metinn óleikfær.
Leikurinn á að hefjast klukkan 18:45 í kvöld. Ef leiknum verður frestað er möguleiki að hann fari fram á morgun eða hreinlega ekki fyrr en í næsta landsleikjaglugga sem verður í nóvember.
„Völlurinn leit vel út eftir leikinn gegn Wales, náðum að fara yfir völlinn og slá grasið."
„Á föstudaginn hafði veðurspáin fyrir framhaldið breyst mikið, við vorum að gera ráð fyrir roki og rigningu. Það voru t.d. mínus níu gráður við Korpu í nótt. Við sjáumst í kvöld," sagði vallarstjórinn bjartsýnn, en hann hafði búist við mun meiri hlýindum fyrir leikinn gegn Tyrklandi.
Von er á tíðindum í kringum hádegið varðandi hvort leikurinn fari fram í kvöld eða ekki.
Athugasemdir