Það hefur verið í nægu að snúa fyrir Kristinn Jóhannsson vallarstjóra á Laugardalsvelli undanfarna daga.
Lestu um leikinn: Ísland 2 - 2 Wales
Hann og teymi hans hefur unnið hörðum höndum við að hafa Laugardalsvöll kláran fyrir landsleikinn gegn Wales í gær og svo aftur gegn Tyrklandi á mánudaginn.
Þessi barátta við veðurguðina hefur verið erfið, það hefur snjóað og verið frost en þetta varð til þess að íslenska liðið æfði ekki á vellinum fyrir leikinn í gær sem lauk með 2 - 2 jafntefli. Wales hafði sjálft ákveðið að æfa ekki á Laugardalnum heldur í heimalandinu.
Á leiknum í gær mátti sjá Kristinn í ýmsum störfum en hann læddist stundum inn á völlinn meðan leik stóð vopnaður lykli sem vanalega er notaður til að opna hurðar. Þá stakk hann lyklinum ofan í grasið, líklega til að kanna hvort undirlagið væri orðið frosið.
Í hálfleik gekk hann svo um völlinn með saltdreifara sem hann notaði til að dreifa kalsíum klóríð yfir völlinn til að verja hann fyrir frostinu . Það er jú vissara að menn fari ekki að meiða sig í hálkunni! Meðfylgjandi myndir sýna Kristinn að störfum í gær.
Athugasemdir