Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 14. nóvember 2020 08:40
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Vonbrigðin í Búdapest, peningamál og FH á X977 í dag
Leikvangurinn í Búdapest.
Leikvangurinn í Búdapest.
Mynd: Getty Images
Elvar Geir Magnússon og Tómas Þór Þórðarson verða á sínum stað á X977 í dag laugardag milli 12 og 14 með útvarpsþáttinn Fótbolti.net.

Landsliðið og tapið í úrslitaleiknum í Búdapest verður aðalumræðuefni þáttarins.

Örvar Arnarsson, fréttamaður Fótbolta.net, var á leiknum og segir okkur frá ferðinni og andrúmsloftinu fyrir og eftir leik.

Sigurbjörn Hreiðarsson, þjálfari Grindavíkur, verður á línunni og segir sitt álit á leiknum og framhaldinu hjá landsliðinu.

Hvaða þýðingu hefur það fyrir íslensk félagslið að Ísland komst ekki á EM? Rætt verður við Sævar Pétursson, framkvæmdastjóra KA.

Einnig verður rætt um tíðindi vikunnar í Pepsi Max-deildinni og hringt í Davíð Þór Viðarsson, nýjan aðstoðarþjálfara FH.

Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er á X-inu alla laugardaga kl. 12-14. Umsjónarmenn þáttarins eru Tómas Þór Þórðarson og Elvar Geir Magnússon. Hægt er að finna þá á X samfélagsmiðlinum undir @tomthordarson og @elvargeir.

Smelltu hér til að hlusta á upptökur úr eldri þáttum.

Þú getur hlustað á X-ið á netinu með því að smella hérna

Athugasemdir
banner
banner
banner