Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 15. janúar 2023 20:29
Brynjar Ingi Erluson
Yfirlýsing frá enska sambandinu: Fordæmum þessa hegðun
Mynd: Getty Images
Enska fótboltasambandið sendi í kvöld frá sér yfirlýsingu vegna atviksins sem átti sér stað eftir leik Tottenham og Arsenal í Lundúnum.

Arsenal vann góðan 2-0 sigur á nágrönnum sínum en um leið og leikurinn var flautaður af ætlaði allt að ganga af göflunum.

Richlarison sýndi af sér ógnandi hegðun í garð Aaron Ramsdale hjá Arsenal áður en markvörðurinn fór fyrir aftan mark sitt og náði í vatnsbrúsann sem hann var með í leiknum.

Stuðningsmaður Tottenham hoppaði úr stúkunni, á skilti og sparkaði í bakið á Ramsdale áður en hann var fjarlægður. Enska sambandið hefur nú fordæmt þessa hegðun.

„Við fordæmum hegðun sem tengdist áhorfanda á leik Tottenham og Arsenal í ensku úrvalsdeildinni. Þetta er óásættanleg hegðun og munum við vinna náið með lögreglunni, yfirvöldum og félögunum til að tryggja það að viðeigandi aðgerðum sé beitt,“ segir í yfirlýsingu sambandsins.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner