David Brooks leikmaður Bournemouth fékk ekki rautt spjald í leiknum gegn Chelsea í gær þrátt fyrir að dómarinn Robert Jones hafi farið í skjáinn að skoða atvikið.
Chelsea var að hlaupa í skyndisókn þegar Brooks tók Cucurella niður á harkalegan hátt. Sjónvarpslýsendur líktu tilburðum Brooks við glímutök og VAR dómarinn Graham Scott var á þeirri skoðun að þetta verðskuldaði rautt spjald.
Scott ráðlagði Jones dómara að fara í VAR skjáinn og eftir að hafa skoðað atvikið mörgum sinnum tók Jones þá ákvörðun að brot Brooks verðskuldaði ekki rautt spjald. Hann taldi að brot hans hafi ekki verið ofbeldisfullt.
Chelsea var að hlaupa í skyndisókn þegar Brooks tók Cucurella niður á harkalegan hátt. Sjónvarpslýsendur líktu tilburðum Brooks við glímutök og VAR dómarinn Graham Scott var á þeirri skoðun að þetta verðskuldaði rautt spjald.
Scott ráðlagði Jones dómara að fara í VAR skjáinn og eftir að hafa skoðað atvikið mörgum sinnum tók Jones þá ákvörðun að brot Brooks verðskuldaði ekki rautt spjald. Hann taldi að brot hans hafi ekki verið ofbeldisfullt.
Þetta er söguleg ákvörðun því þetta er í fyrsta sinn í ensku úrvalsdeildinni sem dómari fer ekki að ráðum VAR dómara þegar kemur að hugsanlegu rauðu spjaldi. Þá er þetta í fyrsta sinn á þessu tímabili sem dómari breytir ekki ákvörðun sinni þrátt fyrir VAR skoðun.
Bournemouth var 2-1 yfir í leiknum þegar atvikið átti sér stað í seinni hálfleiknum. Leikurinn endaði 2-2.
Eftir leikinn var Jones dómari harðlega gagnrýndur af Enzo Maresca stjóra Chelsea sem fannst Brooks eiga að fá rauða spjaldið.
„Hvernig getur hann sagt að þetta hafi ekki verið hættulegt? Hann var bara að hugsa um að fara í Marc Cucurella. Að mínu mati er þetta alltaf rautt. Við höfðum heppnina ekki með okkur í þessari ákvörðun," sagði Maresca.
Andoni Iraola, stjóri Bournemouth, segir niðurstöðuna hinsvegar hafa verið rétta og segist ekki hafa skilið af hverju dómarinn hafi verið sendur í skjáinn.
Athugasemdir