Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 15. febrúar 2019 13:03
Magnús Már Einarsson
Hópurinn fyrir Algarve - Margrét Lára og Dagný snúa aftur
Fanndís ekki með - Sandra María valin á ný
Margrét Lára er mætt aftur í landsliðshópinn.
Margrét Lára er mætt aftur í landsliðshópinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dagný Brynjarsdóttir snýr aftur.
Dagný Brynjarsdóttir snýr aftur.
Mynd: Fotbolti.net - Anna Þonn
Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari A kvenna, hefur valið hópinn sem tekur þátt í Algarve Cup 2019. Ísland mætir Kanada 27. febrúar og Skotlandi 4. mars. Leikið er um sæti 6. mars.

Margrét Lára Viðarsdóttir, markahæsta landsliðskona sögunnar, snýr aftur í hópinn. Margrét spilaði síðast landsleik í apríl 2017 en hún hefur síðan þá slitið krossband og farið í barneignaleyfi. Hinn 33 ára gamla Margrét hefur raðað inn mörkum með Val í vetur og er nú mætt í hópinn á nýjan leik.

Dagný Brynjarsdóttir snýr einnig aftur eftir barneignaleyfi en hún spilaði ekkert í fyrra. Dagný spilaði síðast landsleik í október 2017.

Sandra María Jessen, sóknarmaður Bayer Leverkusen, er í hópnum en hún var ekki valin í hópinn í sigrinum á Skotum í vináttuleik í síðasta mánuði. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir leikmaður Kristianstad er líka í hópnum en hún á engan A-landsleik að baki.

Athygli vekur að Fanndís Friðriksdóttir er ekki í hópnum en Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari, mun tjá sig um ástæður þess á fréttamannafundi innan tíðar.

Elísa Viðarsdóttir og Anna Rakel Pétursdóttir detta úr hópnum frá því síðast sem og miðjumaðurinn ungi Alexandra Jóhannsdóttir en hún er í verkefni með U19 ára landsliðinu.

Markverðir:
Sonný Lára Þráinsdóttir, Breiðablik
Sandra Sigurðardóttir, Valur
Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir, Þór/KA

Varnarmenn:
Anna Björk Kristjánsdóttir, PSV Eindhoven
Sif Atladóttir, Kristianstad
Glódís Perla Viggósdóttir, FC Rosengard
Ingibjörg Sigurðardóttir, Djurgarden
Hallbera Guðný Gísladóttir, Valur
Guðrún Arnardóttir, Djurgarden

Miðjumenn:
Sara Björk Gunnarsdóttir, Wolfsburg
Dagný Brynjarsdóttir, Portland Thorns
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Adelaide
Sigríður Lára Garðarsdóttir, ÍBV
Andrea Rán Hauksdóttir, Breiðablik
Selma Sól Magnúsdóttir, Breiðablik
Alexandra Jóhannsdóttir, Breiðablik
Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir, Kristianstad

Sóknarmenn:
Agla María Albertsdóttir, Breiðablik
Elín Metta Jensen, Valur
Berglind Björg Þorvaldsdóttir, PSV Eindhoven
Rakel Hönnudóttir, Reading
Svava Rós Guðmundsdóttir, Roa
Sandra María Jessen, Leverkusen
Margrét Lára Viðarsdóttir, Valur

Athugasemdir
banner
banner
banner