Pickford framlengir við Everton - Barcelona hyggst kaupa Rashford - Ekki framlengt við Lewandowski
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
Hákon Arnar þungur: Þetta er okkur að kenna
Sævar Atli: Skrítnasti leikur sem ég hef spilað lengi
Elías: Leiðinlegt fyrir mig - Þeir eru ekki með hátt xG
Valur Gunnars: Tveir gaurar sem geta barist og hlaupið endalaust
„Veit ekki hvort maður eigi að kalla það frétt eða ábendingu um slúður"
Segir að Fram þurfi að gera betur - „Skrítið ef ég verð ekki áfram"
Segir mörkin í blóðinu - „Þegar Víkingur sýnir áhuga þá veit maður að það er ekkert grín“
Boris Arsic: Höfum ekki reynslu af svona veðri
Agla María: Sérstaklega frábært að hún skoraði fyrsta markið sitt
Nik: Náðum ekki almennilegum takti en framtíðin er björt
   sun 21. september 2025 22:52
Gunnar Bjartur Huginsson
Heimir: Ef það er einhver sem ég vil að fái svona færi þá er það Bjarni, fyrir utan Björn Daníel
Heimir Guðjónsson gat sætt sig við jafntefli á Samsungvellinum í kvöld.
Heimir Guðjónsson gat sætt sig við jafntefli á Samsungvellinum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

FH-ingar heimsóttu Stjörnuna í Garðabæ á Samsungvellinum í kvöld. Stjörnumenn höfðu fram að þessum leik verið á mikilli sigurgöngu en FH tókst að stöðva hana í kvöld. Liðin skildu að með markalausu jafntefli eftir annars fínan fótboltaleik. Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var nokkuð sáttur við frammistöðu sinna manna og fannst jafntefli vera sanngjörn niðurstaða. 

Þetta var sanngjarnt, samt sem áður fannst mér við vera með ágætis tök á þessum fyrri hálfleik og vandræðin í seinni hálfleik voru þau að við misstum þennan leik í 'transition leik' og Stjörnumenn eru góðir þar. En við náðum og laga það og mér fannst við eiga möguleika. Bjarni (Guðjón Brynjólfsson) fékk gott skallafæri í seinni hálfleik og ef það er einhver sem ég vil að fái svona færi, að þá er það Bjarni fyrir utan Björn Daníel."


Lestu um leikinn: Stjarnan 0 -  0 FH

Stjörnumenn voru á sex leikja sigurgöngu og því tíðindi að FH-ingar hafi komið á heimavöll þeirra og náð í stig á móti heitasta liði landsins. 

VIð þurftum auðvitað bara að berjast, eins og ég hef sagt með Stjörnuna. Þeir eru góðir í 'transition' og þeir eru góðir að finna Andra Rúnar sem uppspilspunkt og vinna í kring. Við náðum að leysa það ágætlega og náðum að loka helstu styrkleika þeirra en við hefðum oft mátt vera kaldari á boltanum."

FH-ingar taka á móti Breiðabliki á Kaplakrikavelli í næstu umferð en þeir eru að berjast við Breiðablik um fjórða sætið og væri því sterkt fyrir FH að fara með sigur af hólmi í þeim leik.

Það leggst bara vel í mig, eins og allir leikir. Blikar eru auðvitað komnir með bakið upp við vegg og þurfa að fá sigra, ef þeir ætla að koma sér í Evrópukeppni, þannig að það verður erfiður leikur. Mannvalið hjá Breiðablik er auðvitað fáránlega gott."

Viðtalið má finna í spilaranum að ofan.


Athugasemdir