Dortmund með risaverðmiða á Gittens - Greenwood til PSG - Bayern hætt við að fá Tah - Launakröfur Osimhen trufla
   lau 15. febrúar 2025 14:57
Hafliði Breiðfjörð
Lengjubikarinn: Stórsigur Blika á Akureyri
Aron Bjarnason skoraði eitt marka Breiðabliks í dag.
Aron Bjarnason skoraði eitt marka Breiðabliks í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KA 0 - 5 Breiðablik
0- 1 Hans Viktor Guðmundsson ('18, sjálfsmark)
0-2 Arnór Gauti Jónsson ('29)
0-3 Óli Valur Ómarsson ('61)
0-4 Davíð Ingvarsson ('84)
0-5 Aron Bjarnason ('70)

Öðrum leik dagsins í Lengjubikar karla er nú nýlokið en þá gerði Breiðablik góða ferð til Akureyrar.

Íslandsmeistararnir burstuðu þá heimamenn í KA með fimm mörkum gegn engu og ljóst að þeir eru að ná fram vopnum sínum eftir tap gegn Fram og jafntefli gegn Fylki íi fyrstu tveimur leikjunum.

Mörkin dreifðust á fjóra leikmenn Breiðabliks en fyrsta markið var svo sjálfsmark Hans Viktors Guðmundssonar miðvarðar KA.

Í kjölfarið kom mark frá Arnóri Gauta Jónssyni og staðan í hálfleik 0-2. Óli Valur Ómarsson, Davíð Ingvarsson og Aron Bjarnason bættu svo við mörkum.

Blikar fara í 2. sætið í riðlinum með 5 stig en KA er með fjögur í 4. sætinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner