Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
   fös 15. mars 2019 11:40
Elvar Geir Magnússon
Af hverju þarf Man Utd að byrja á heimavelli?
Manchester United á erfitt verkefni fyrir höndum gegn Lionel Messi og félögum í Barcelona í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar en dregið var í morgun.

Þrátt fyrir að Barcelona hafi komið á undan upp úr pottinum og venjan er að það lið sem dregið er á undan byrjar á heimavelli þá mun fyrri leikurinn i einvíginu verða á Old Trafford.

Lögreglan og borgaryfirvöld í Manchester vilja ekki að tveir leikir séu í borginni í sömu leikviku og búið var að draga Manchester City í heimaleik gegn Tottenham í seinni umferðinni.

Af hverju var United leiknum víxlað en ekki City?

Því City endaði ofar en Manchester United í ensku úrvalsdeildinni og það ræður þessu samkvæmt reglum UEFA.



Athugasemdir
banner
banner