Liverpool reynir við Pedro næsta sumar - PSG til í að opna veskið fyrir Isak - Nico Williams eftirsóttur
   fös 15. mars 2024 13:53
Elvar Geir Magnússon
Ísraelski hópurinn sem mætir Íslandi - Orðaður við Barcelona og ensk stórlið
Icelandair
Oscar Gloukh.
Oscar Gloukh.
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Íslenska landsliðið mætir Ísrael í Búdapest í undanúrslitum umspilsins um sæti í lokakeppni EM 2024 þann 21. mars, fimmtudagskvöldið í næstu viku.

Sigurvegarinn í þeim leik mætir annað hvort Bosníu-Hersegóvínu eða Úkraínu 26. mars í hreinum úrslitaleik um sæti í lokakeppni EM í Þýskalandi.

Alon Hazan landsliðsþjálfari Ísraels opinberaði sinn hóp í gær. Manor Solomon stærsta stjarna liðsins er ekki með. olomon hefur ekki spilað með félagsliði sínu, Tottenham, síðan í september en hann hefur verið að glíma við hnémeiðsli.

Áhugaverðasti leikmaðurinn í hópnum er hinn nítján ára gamli Oscar Gloukh sem spilar fyrir Red Bull Salzburg og er mikið efni. Hann hefur verið orðaður við Barcelona, Manchester United, Arsenal, Liverpool, Newcastle og fleiri félög.

Gloukh er sóknarmiðjumaður sem þegar hefur spilað ellefu landsleiki fyrir Ísrael og skorað þrjú mörk.

Markverðir: Yoav Gerafi (Hapoel Haifa), Omri Glazer (Rauða stjarnan), Daniel Peretz (Bayern München)

Varnarmenn: Eli Dasa (Dynamo Moskva), Ofir Davidzada (Maccabi Tel Aviv), Ofri Arad (FC Kairat), Roy Revivo (Maccabi Tel Aviv), Shon Goldberg (Maccabi Haifa), Miguel Vitor (Hapoel Be'er Sheva), Raz Shlomo (Maccabi Tel-Aviv)

Miðjumenn: Gadi Kinda (Maccabi Haifa), Dor Peretz ( Maccabi Tel Aviv), Ido Shachar (Maccabi Tel Aviv), Ramzi Safuri ( Antalyaspor), Neta Lavi (Gamba Osaka), Tomer Yosefi (Hapoel Haifa), Muhammad Abu Fani (Ferencváros), Oscar Gloukh (Red Bull Salzburg), Gabi Kanikowski (Maccabi Tel Aviv)

Sóknarmenn: Dor Turgeman (Maccabi Tel Aviv), Anan Khalaily (Maccabi Haifa), Eran Zahavi (Maccabi Tel Aviv), Tai Baribo (Philadelphia Union), Liel Abada (Charlotte)
Athugasemdir
banner
banner