Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
   fös 15. mars 2024 17:09
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Útskýrir af hverju Gylfi er ekki með - „Ánægður með að hann sé ósáttur"
Icelandair
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi gekk frá samningi við Val í gær.
Gylfi gekk frá samningi við Val í gær.
Mynd: Styrmir Þór Bragason
Gylfi Þór Sigurðsson er ekki í landsliðshópnum sem tekur þátt í umspilinu fyrir Evrópumótið. Ísland mætir Ísrael í undanúrslitaleik næsta fimmtudag í Búdapest.

Gylfi samdi í gær við Val en hann hefur ekki spilað fótbolta síðan í nóvember vegna meiðsla sem hafa verið að hrjá hann. Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, segist hafa ekki getað valið Gylfa í hópinn þar sem hann er ekki í neinu leikformi. Gylfi sagði í samtali við 433.is að hann væri mjög svekktur með ákvörðun Hareide.

„Ég er ánægður með að hann sé ósáttur því það hefur þá þýðingu fyrir hann að spila fyrir Ísland," sagði Hareide á fréttamannafundi í dag. „Hann hefur verið lengi frá keppni vegna meiðsla og ekki spilað leik árið 2024. Hann er nýkominn aftur úr meiðslum og er að æfa. Við vitum ekki alveg standið á honum. Það er ómögulegt fyrir mig að taka hann inn þegar hann hefur ekkert spilað og ósanngjarnt fyrir hina leikmennina að taka hann inn. Það eru svo margir leikmenn að berjast um sæti í hópnum."

„En Gylfi er mjög góður fótboltamaður, ég veit það og ég óskaði þess að hann hefði haldið áfram eftir leikinn gegn Liechtenstein. Þá væri hann mjög mikilvægur fyrir okkur, fyrir liðið. Gylfi er velkominn til baka þegar hann byrjar að spila aftur. Við vitum hvað hann getur og vonandi kemur hann aftur af krafti."

Gylfi talaði um það í viðtalinu við 433 að hann væri í betra formi núna en þegar hann spilaði gegn Liechtenstein í október síðastliðnum.

„Ég talaði við hann tvisvar. Í október hafði hann verið að spila fyrir Lyngby. Þetta eru ekki venjulegir leikir sem eru framundan. Menn verða að vera að spila til að vita hvort þeir ráði við leik á svona stigi. Ég held að Gylfi viti það alveg. Hann var ekki einu sinni í liði áður en hann skrifaði undir hjá Val í gær. Ég vel ekki leikmenn sem hafa ekki spilað leiki í langan tíma. Það hefur hann ekki gert."

Hareide talaði um það á fundinum að Gylfi yrði áfram inn í myndinni þó að hann væri að fara að spila á Íslandi, en hann þurfi að spila til að komast í hópinn að nýju. Hann segist vonsvikinn með það að Gylfi og Aron Einar Gunnarsson væru ekki í hópnum að þessu sinni en þeir hafa báðir verið að glíma við meiðsli.
Athugasemdir
banner