Tilboð væntanlegt í Ederson - Man Utd hefur rætt við Frank og Pochettino - Frank, Maresca, McKenna og De Zerbi á blaði Chelsea
   mán 15. apríl 2024 09:10
Elvar Geir Magnússon
Laugardal
Í BEINNI - 12:00 Dregið í 32-liða úrslit Mjólkurbikarsins
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Klukkan 12:00 verður dregið í 32-liða úrslit Mjólkurbikarsins í höfuðstöðvum KSÍ.

Fótbolti.net fylgist með drættinum í beinni textalýsingu hér að neðan

Öll tólf liðin úr Bestu deildinni koma inn í þessari umferð og þá eru tíu lið úr Lengjudeildinni en einu tvö liðin sem komust ekki áfram eru Grindavík og Leiknir.

Öll tólf liðin úr Bestu deildinni koma inn í þessari umferð og þá eru tíu lið úr Lengjudeildinni en einu tvö liðin þaðan sem komust ekki áfram eru Njarðvík og Leiknir.

Þrjú lið koma úr 2. deild, fjögur úr 3. deild og tvö úr 4. deild. Hafnir er þá fulltrúi 5. deildar þetta árið eftir að hafa unnið öflugan 3-0 sigur á Úlfunum.
12:19
Þökkum fyrir samfylgdina í þessari textalýsingu
Njótið dagsins.

Eyða Breyta
12:18
Þá er drætti lokið


Eyða Breyta
12:17
KA - ÍR


Eyða Breyta
12:17
VÍKINGUR R. - VÍÐIR


Eyða Breyta
12:17
Bikarmeistarar Víkings fá heimaleik.

Eyða Breyta
12:16
FJÖLNIR - SELFOSS


Eyða Breyta
12:16
Fjölnir fær heimaleik.

Eyða Breyta
12:16
AUGNABLIK - STJARNAN


Eyða Breyta
12:15
HÖTTUR/HUGINN - FYLKIR
Fylkismenn fara austur.

Eyða Breyta
12:15
Höttur/Huginn með heimaleik á móti...

Eyða Breyta
12:15
KEFLAVÍK - BREIÐABLIK
Toddi sá um að draga mótherja Keflavíkur.

Eyða Breyta
12:14
Keflavík fær heimaleik. Enginn fulltrúi þeirra mættur.

Eyða Breyta
12:14
Þróttur R. - HK


Eyða Breyta
12:13
ÍA - Tindastóll


Eyða Breyta
12:13
Afturelding - Dalvík/Reynir


Eyða Breyta
12:13
VALUR - FH
Það er aldeilis!

Eyða Breyta
12:12
ÍH - HAFNIR
ÍH eða Hafnir verða í 16-liða úrslitunum.

Eyða Breyta
12:12
GRÓTTA - ÞÓR
Tveir Lengjudeildarslagir í röð.

Eyða Breyta
12:11
ÍBV - GRINDAVÍK


Eyða Breyta
12:10
ÍBV fær heimaleik en enginn fulltrúi þess félags er á staðnum svo Sóli Hólm sér um þetta.

Eyða Breyta
12:10
KÁ - KR
Strembið verk fyrir Hafnarfjarðarliðið.

Eyða Breyta
12:09
ÁRBÆR - FRAM
Grannaslagur í Árbænum.

Eyða Breyta
12:09
Árbær kemur upp.

Eyða Breyta
12:08
HAUKAR - VESTRI
Fyrsta viðureignin sem kemur upp.

Eyða Breyta
12:08
Haukar fyrsta liðið sem kemur upp úr pottinum.

Eyða Breyta
12:08
Fyrst verður dregið heimalið, svo kemur fulltrúi þess liðs á svið og dregur andstæðing. Þá byrjar þetta.

Eyða Breyta
12:07
Sóli Hólm og Toddi kallaðir upp á sviðið, þeir munu sjá um að draga í 32-liða úrslitin. Fólk í salnum klappar og kúlurnar eru settar í skálina.

Eyða Breyta
12:05
Birkir mættur á sviðið og tekur til máls. Segir ánægjuefni hversu góðar veitingarnar séu og gaman hversu margir fulltrúar séu mættir. Hann fer yfir leiðina í 32-liða úrslitin.

Eyða Breyta
12:03
Sóli mættur
Óvænt tvist. Sóli Hólm er líka mættur. Það er heldur betur verið að kalla fram fallbyssurnar fyrir þessa athöfn!
Mynd: Fótbolti.net - Daníel RúnarssonEyða Breyta
12:00
Drátturinn er handan við hornið
Klukkan orðin tólf en Birkir ætlar að leyfa fólki að fara aðra ferð í veitingarnar áður en byrjað verður að hræra í pottunum.

Eyða Breyta
11:56
Enn hefur enginn tekið sneið. Það hefur fjölgað vel í salnum. Formaðurinn Þorvaldur Örlygsson mættur. Ekki hár stuðull á að hann muni aðstoða Birki við dráttinn.

Eyða Breyta
11:47
Fulltrúar minni liðanna langfyrstir hingað, einhverjir mættir langt á undan okkur fjölmiðlamönnum. Kannski meiri spenna í þeirra röðum á meðan þetta er 'enn einn dagurinn á skrifstofunni' hjá stærri liðunum.

Eyða Breyta
11:45
Hver tekur fyrstu sneiðina?
Mjólkursamsalan sér um veitingarnar að vanda og stendur sig ávallt fantavel í þeim málum. Það er enginn búinn að þora því að taka fyrstu sneiðina af Mjólkurbikar skúffukökunni. En við fylgjumst spennt með hver þorir að ríða á vaðið.

Eyða Breyta
11:44
Mjólkurbikarglösin glæsilegu
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon

Minni útgáfan. Hentar undir mjólk og ýmsa aðra drykki.

Eyða Breyta
11:37
Mættir í Laugardalinn
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon

Sviðið er klárt og fólk farið að koma sér fyrir. Birkir Sveinsson sér að sjálfsögðu um dráttinn að vanda en ekki er gefið upp á þessari stundu hvort það sé gestur til aðstoðar. Síðast var það Kókómjólkurkötturinn Klói sem dró með Birki.

Eyða Breyta
09:25
Víkingur ríkjandi bikarmeistari síðan 2019
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Víkingur vann bikarkeppnina 2019, 2021, 2022 og svo 2023. Keppnin var ekki kláruð 2020 vegna Covid en Víkingur hefur unnið hana fjórum sinnum í röð.

Eyða Breyta
09:20
Tvö Lengjudeildarlið ekki í pottinum
Tvö lið úr Lengjudeildinni komust ekki í 32-liða úrslit en bæði féllu út í innbyrðist Lengjudeildarslögum í liðinni umferð. Leiknir tapaði á laugardag 1-4 á heimavelli gegn Afureldingu sem sýndi frábæran leik. Á sama tíma tapaði Njarðvík fyrir Gróttu á Seltjarnarnesi 3-2.

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

   14.04.2024 06:30
Myndaveisla: Afturelding sló Leikni út úr Mjólkurbikarnum

   14.04.2024 06:30
Myndaveisla: Grótta sló Njarðvík út í 5 marka leik


Eyða Breyta
09:15
Liðin í pottinum
Drátturinn er alveg opinn. Dregið verður í höfuðstöðvum KSÍ og hefst athöfnin 12:00 en leikirnir verða spilaðir dagana 24. - 25. apríl.

Besta deildin:
Breiðablik
FH
Fram
Fylkir
HK
ÍA
KA
KR
Stjarnan
Valur
Vestri
Víkingur R.

Lengjudeildin:
Afturelding
Dalvík/Reynir
Fjölnir
Grindavík
Grótta
ÍBV
ÍR
Keflavík
Þór
Þróttur R.

2. deild:
Haukar
Höttur/Huginn
Selfoss

3. deild:
Augnablik
Árbær
ÍH
Víðir

4. deild:

Tindastóll

5. deild:
Hafnir

Eyða Breyta
09:10
Góðan og gleðilegan daginn!
Það verður dregið í 32-liða úrslit Mjólkurbikarsins núna í hádeginu. Við verðum að sjálfsögðu í Laugardalnum og drátturinn verður í þráðbeinni textalýsingu hér!

Mynd: Fótbolti.netEyða Breyta
Athugasemdir
banner
banner