Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
Með þrjú stórmót og yfir 100 leiki á bakinu - „Ég fer með það í gröfina"
„Viðurkenning fyrir hana og íslenskan fótbolta"
Vann með Frank Lampard áður en hann tók til starfa hjá KSÍ
Gunnhildur elskar nýtt hlutverk - „Baldvin Leó fékk að fljóta með"
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
   sun 14. apríl 2024 18:06
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Siggi Höskulds: Áttum að skora miklu fleiri mörk
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Sigurður Heiðar Höskuldsson þjálfari Þórs var að vonum gríðarlega ánægður með sigur Þórs gegn KFA í Mjólkurbikarnum í dag.


Lestu um leikinn: Þór 5 -  1 KFA

„Ég er sáttur með frammistöðuna, sérstaklega í fyrri hálfleik. Mér fannst við pínu kærulausir í lok fyrri hálfleiks og að hluta til í síðari hálfleik. Mér fannst við geta nýtt yfirburðina ennþá meira og áttum að skora miklu fleiri mörk," sagði Siggi.

„Þetta er framhald af undirbúningstímabilinu hjá okkur. Það er kraftur í okkur, leikmenn búnir að vera góðir, búnir að æfa vel. Krafturinn og stemningin í hópnum er góð og leikmennirnir sólgnir í að byrja þetta mót og fara að sýna okkur," sagði Siggi.

Mikael Nikulásson þjálfari KFA sagði að þeir hafi verið að mæta einu besta liði landslins í Þór.

„Hann er nú bara held ég að grínast í mér. Við vorum góðir í dag. Við þurfum að átta okkur á því að við getum gert ennþá betur," sagði Siggi.

Þá sagði Siggi að Marc Rochester væri að stíga upp úr meiðslum og væri líklega klár fyrir næsta leik.


Athugasemdir
banner