Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
Venni: Get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   lau 13. apríl 2024 21:49
Sölvi Haraldsson
Marc McAusland: Lífið er gott í ÍR
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Góð úrslit. Það er mikilvægt að komast áfram í bikarnum. Við skoruðum fullt af mörkum og strákarnir stóðu sig vel. Við vildum skora fleiri mörk og vorum auðvitað smá pirraðir að fá mark á okkur en það er bara eins og það er. Við erum komnir áfram og það er það sem skiptir máli.“ sagði Marc McAusland, fyrirliði ÍR-inga, eftir 7-1 sigur liðsins á KV í dag í Vesturbænum. 


Lestu um leikinn: KV 1 -  7 ÍR

ÍR skoruðu alls 7 mörk í dag en Marc var mjög sáttur með frammistöðu liðsins. 

Þetta er eitthvað sem við viljum taka með okkur inn í tímabilið.“ sagði Skotinn. 

ÍR-ingar hafa átt fantagóðan vetur og gott undirbúningstímabil. Breiðhyltingar hafa unnið lið eins og Fram og Fylki í Lengjubikarnum og skorað fullt af flottum mörkum.

Ég er ánægður með veturinn. Við höfum náð í mörg góð úrslit. Við höfum spilað gegn nokkrum Bestu deildarliðum og staðið okkur vel gegn þeim. Þetta er búið að vera mjög jákvætt undirbúningstímabil hjá okkur.

Marc spilaði allan leikinn í dag en hann hefur verið að glíma við meiðsli í vetur og missti af nokkrum leikjum í Lengjubikarnum áður en liðið fór í æfingarferð til Tenerife í byrjun apríl.

Mér líður vel í dag. Ég er kominn í 100% stand núna og líður mjög vel. Ég fékk smá högg í hnéð gegn Fram þannig ég ákvað að taka enga sénsa með það. En ég æfði 100% úti á Tenerife, spilaði allan leikinn þar gegn Þór A. og spilaði í 90 mínútur í dag. Mér líður mjög vel og allt er á réttri leið.“

Marc McAusland skrifaði undir hjá ÍR fljótlega eftir seinasta tímabil en hann elskar lífið hjá ÍR.

Lífið er gott í ÍR. Strákarnir hafa tekið á móti mér með opnum örmum og mér líður vel hérna. Þetta er góður og ungur hópur. Þeir eru allir í standi og með mjög góðan húmor en ég er njóta þess að vera hérna. Ég elska líka að spila undir stjórn Árna og Jóa. Ég get bara ekki beðið eftir að tímabilið byrji.“ sagði Marc McAusland, fyrirliði ÍR-inga, eftir 7-1 sigur ÍR á KV í Mjólkurbikarnum í dag.

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner