Tilboð væntanlegt í Ederson - Man Utd hefur rætt við Frank og Pochettino - Frank, Maresca, McKenna og De Zerbi á blaði Chelsea
Hemmi Hreiðars: Ekkert mikið meira sem við getum gert
Gunnar Heiðar: Sérstakt að mæta vinum mínum
Áttu Blikar að fá víti? - „Fann vel fyrir því að hann steig á mig“
Rúnar Kristins: Engin skömm að tapa fyrir Breiðabliki
Eyjó Héðins: Frábær kvöldstund fyrir okkur Kópavogsbúa
Haddi: Sanngjarn stór sigur hjá Stjörnunni
Jökull: Við vildum koma inn af krafti
14 ára spilar sinn fyrsta leik „Takk Jökull fyrir tækifærið"
Heimir: Vonbrigði að fá ekki meira út úr leiknum
Addi Grétars: Með ólíkindum að Gylfi hafi ekki séð það
Sindri: Viðurkenni að ég beið smá eftir flautinu og ánægjulegt að það kom ekki
Birkir Már: Óþolandi að línuvörðurinn sjái ekki að markvörðurinn ver fyrir utan teig
Helgi Guðjóns: Ég sá þetta sem klárt víti
Arnar Gunnlaugs: Þú getur alveg eins flippað coin til að ákveða hverjir myndu vinna
Jón Þór: Hann hrynur í jörðina eins og hann hafi verið kýldur og nefbrotinn
Kristrún Ýr: þetta er bara klassískt Keflvískt veður
Gregg Ryder: Við gáfum þeim tvö mörk
Ólafur Kristjáns: Annaðhvort skríður þú undir stein og felur þig eða ferð upp á steininn
Davíð Smári: Heilt yfir pínu svekktur að hafa ekki náð að klára þetta
Árni Guðna: Þetta var bara hræðilegt
   lau 13. apríl 2024 21:49
Sölvi Haraldsson
Marc McAusland: Lífið er gott í ÍR
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Góð úrslit. Það er mikilvægt að komast áfram í bikarnum. Við skoruðum fullt af mörkum og strákarnir stóðu sig vel. Við vildum skora fleiri mörk og vorum auðvitað smá pirraðir að fá mark á okkur en það er bara eins og það er. Við erum komnir áfram og það er það sem skiptir máli.“ sagði Marc McAusland, fyrirliði ÍR-inga, eftir 7-1 sigur liðsins á KV í dag í Vesturbænum. 


Lestu um leikinn: KV 1 -  7 ÍR

ÍR skoruðu alls 7 mörk í dag en Marc var mjög sáttur með frammistöðu liðsins. 

Þetta er eitthvað sem við viljum taka með okkur inn í tímabilið.“ sagði Skotinn. 

ÍR-ingar hafa átt fantagóðan vetur og gott undirbúningstímabil. Breiðhyltingar hafa unnið lið eins og Fram og Fylki í Lengjubikarnum og skorað fullt af flottum mörkum.

Ég er ánægður með veturinn. Við höfum náð í mörg góð úrslit. Við höfum spilað gegn nokkrum Bestu deildarliðum og staðið okkur vel gegn þeim. Þetta er búið að vera mjög jákvætt undirbúningstímabil hjá okkur.

Marc spilaði allan leikinn í dag en hann hefur verið að glíma við meiðsli í vetur og missti af nokkrum leikjum í Lengjubikarnum áður en liðið fór í æfingarferð til Tenerife í byrjun apríl.

Mér líður vel í dag. Ég er kominn í 100% stand núna og líður mjög vel. Ég fékk smá högg í hnéð gegn Fram þannig ég ákvað að taka enga sénsa með það. En ég æfði 100% úti á Tenerife, spilaði allan leikinn þar gegn Þór A. og spilaði í 90 mínútur í dag. Mér líður mjög vel og allt er á réttri leið.“

Marc McAusland skrifaði undir hjá ÍR fljótlega eftir seinasta tímabil en hann elskar lífið hjá ÍR.

Lífið er gott í ÍR. Strákarnir hafa tekið á móti mér með opnum örmum og mér líður vel hérna. Þetta er góður og ungur hópur. Þeir eru allir í standi og með mjög góðan húmor en ég er njóta þess að vera hérna. Ég elska líka að spila undir stjórn Árna og Jóa. Ég get bara ekki beðið eftir að tímabilið byrji.“ sagði Marc McAusland, fyrirliði ÍR-inga, eftir 7-1 sigur ÍR á KV í Mjólkurbikarnum í dag.

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner