Tilboð væntanlegt í Ederson - Man Utd hefur rætt við Frank og Pochettino - Frank, Maresca, McKenna og De Zerbi á blaði Chelsea
Hemmi Hreiðars: Ekkert mikið meira sem við getum gert
Gunnar Heiðar: Sérstakt að mæta vinum mínum
Áttu Blikar að fá víti? - „Fann vel fyrir því að hann steig á mig“
Rúnar Kristins: Engin skömm að tapa fyrir Breiðabliki
Eyjó Héðins: Frábær kvöldstund fyrir okkur Kópavogsbúa
Haddi: Sanngjarn stór sigur hjá Stjörnunni
Jökull: Við vildum koma inn af krafti
14 ára spilar sinn fyrsta leik „Takk Jökull fyrir tækifærið"
Heimir: Vonbrigði að fá ekki meira út úr leiknum
Addi Grétars: Með ólíkindum að Gylfi hafi ekki séð það
Sindri: Viðurkenni að ég beið smá eftir flautinu og ánægjulegt að það kom ekki
Birkir Már: Óþolandi að línuvörðurinn sjái ekki að markvörðurinn ver fyrir utan teig
Helgi Guðjóns: Ég sá þetta sem klárt víti
Arnar Gunnlaugs: Þú getur alveg eins flippað coin til að ákveða hverjir myndu vinna
Jón Þór: Hann hrynur í jörðina eins og hann hafi verið kýldur og nefbrotinn
Kristrún Ýr: þetta er bara klassískt Keflvískt veður
Gregg Ryder: Við gáfum þeim tvö mörk
Ólafur Kristjáns: Annaðhvort skríður þú undir stein og felur þig eða ferð upp á steininn
Davíð Smári: Heilt yfir pínu svekktur að hafa ekki náð að klára þetta
Árni Guðna: Þetta var bara hræðilegt
   mán 15. apríl 2024 23:22
Sölvi Haraldsson
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ég er mjög stoltur af liðinu mínu. Þetta eru mjög svekkjandi úrslit en svona er fótboltinn. 1-0 og þetta var örugglega eina skotið þeirra sem rataði á rammann í dag.“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, eftir 1-0 tap gegn Víking R. í kvöld.


Lestu um leikinn: Fram 0 -  1 Víkingur R.

Rúnar er heilt yfir mjög sáttur með leik sinna manna í dag. Hann er ánægður að hafa lokað á Víkinga í dag en svekktur að hafa skapað ekki fleiri færi og nýtt stöðurnar sem þeir fengu í kvöld. Rúnar tekur fullt jákvætt úr leiknum í dag.

Það var dæmt mark af Fram í kvöld sem margir vilja meina að hafi verið rangur dómur.

Ég get ekki séð þetta héðan. Dómarinn var harður á því að þetta hafi verið hendi en ég er ekki búinn að sjá þetta aftur.“

Rúnar segist einnig ekki hafa séð atvikið þar sem Guðmundur Magnússon, framherji Fram, var tekinn niður af Halldóri Smára inni á teig Fram. En hann segir að Guðmundur telur að hann hafi verið tekinn niður.

Eftir leik fagnaði Pablo Punyed vel í áttina að stuðningsmönnum Fram sem voru duglegir að baula á hann þegar hann fékk boltann í seinni hálfleiknum. Rúnar virtist hafa farið til hans og átt einhver orðaskipti við hann.

Framararnir voru að baula á hann stóran hluta seinni hálfleiks og hann var eitthvað ósáttur við þá. Hann var að skjóta til baka. Ég var bara að biðja hann um að gera það ekki. Leikmenn eiga ekkert að vera að skipta sér að því hvað áhorfendur eru að gera. Þannig ég sem gamall þjálfarinn hans fór og vildi róa hann svo það myndu ekki vera meiri læti. Við áttum bara gott spjall.

Jannik var ekki með Frömurum í dag en hann hefur verið að glíma við þursabit alla helgina.

Jannik er með þursabit og er búinn að vera að glíma við það alla helgina. Hann verður væntanlega að glíma við það næstu daga þannig það er bara tímaspursmál hvort hann nái leiknum á laugardaginn. En við vonum það, hann er mikilvægur fyrir okkur og við söknuðum hann í dag.

Heilt yfir er Rúnar ánægður með frammistöðu liðsins í byrjun móts en hefði viljað fá stig í kvöld gegn Víkingum.

Fyrirfram hefði ég viljað vinna Vestra og ná stigi heima gegn Víkingum sem var stefnan í dag. En við þurfum þá bara að sækja þetta stig sem við misstum í dag einhverstaðar annarstaðar.“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, eftir svekkjandi 1-0 tap gegn Víkingi R. í kvöld.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner