Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 15. maí 2019 10:51
Elvar Geir Magnússon
Cagliari ekki refsað fyrir kynþáttaníð
Moise Kean beindi fagni sínu að stúkunni.
Moise Kean beindi fagni sínu að stúkunni.
Mynd: Getty Images
Forráðamenn ítölsku A-deildarinnar hafa fengið gagnrýni eftir að ákveðið var að refsa Cagliari ekki fyrir kynþáttaníð stuðningsmanna liðsins í garð Moise Kean, sóknarmanns Juventus og ítalska landsliðsins.

Kean er 19 ára gamall og varð fyrir rasisma úr stúkunni í 2-0 sigri þann 2. apríl.

Kean skoraði annað mark Juve í 2-0 sigri og beindi fagni sínu að stúkunni. Eftir leikinn skrifaði hann á Instagram: „Besta leiðin til að bregðast við rasisma" og birti mynd af fagni sínu.

Eftir leik sagði Massimiliano Allegri, þjálfari Juventus, að þeir stuðningsmenn sem voru með rasismann séu „fávitar sem framkvæmi heimskulega hluti og skemmi fyrir öllum öðrum" og segir að ítölsk yfirvöld vilji í raun ekki tækla þetta vandamál.
Athugasemdir
banner
banner
banner