Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
   lau 15. maí 2021 16:41
Sverrir Örn Einarsson
Nik: Ættum að vera með 6-7 stig
Kvenaboltinn
Nik Chamberlain þjálfari Þróttar
Nik Chamberlain þjálfari Þróttar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Bara ekki nógu gott. Svipað leik okkar við Tindastól að mörgu leyti þar sem við stjórnum leiknum og höldum boltanum. Slæmar ákvarðanir á síðasta þriðjungi vallarins, gáfum þeim hornið sem leiddi af sér fyrsta markið og þetta er eitthvað sem við þurfum að laga.“ Sagði Nik Chamberlain svekktur þjálfari Þróttar um sín fyrstu viðbrögð eftir 2-2 jafntefli hans kvenna gegn Keflavík fyrr í dag.

Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  2 Þróttur R.

Þróttur var undir þegar blásið var til hálfleiks en eftir um 10 mínútna leik í síðari hálfleik höfðu þær snúið taflinu við og leiddu 2-1. Það dugði þó ekki til og jafnaði Keflavík á 66. mínútu leiksins.

„Fyrstu 15 mínúturnar í síðari hálfleik voru frábærar hjá okkur. Mjög góð mörk og aukin vilji sem ég bað um en í kjölfarið féllum við í þann hugsunarhátt að halda að þetta yrði auðvelt í stað þess að ganga frá leiknum. Fengum vissulega færin en svo var það bara ein skyndisókn eftir færi hjá okkur sem við hefðum átt að gera betur úr.“

Deildin hefur farið ögn öðruvísi af stað en margir bjuggust við fyrir mót og virðist sem hún sé mun jafnari í ár en oft áður. Um þetta sagði Nik.

„Ég sagði við stelpurnar að við ættum að vera með 6-7 stig og eftir sigur Tindastóls eru þær komnar uppfyrir okkur. Það mun ekki þurfa nema 1-2 leiki og lið munu hoppa upp og niður töfluna en allt sem við getum gert er að horfa í frammistöðuna og vonandi breyta þessum jafnteflum í sigra.“

Sagði Nik en allt viðtalið má sjá í spilararnum hér að ofan
Athugasemdir
banner