Chelsea í bílstjórasætinu um Rogers - Forest leitar að stjóra - Þriggja manna listi Real Madrid
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
Sölvi Geir virkilega ánægður: Hefur reynst okkur erfiður útivöllur í gegnum tíðina
Samantha: Vildum sýna að við eigum titilinn skilið
Guðni: Hún mun nýtast land og þjóð vel í komandi framtíð
   lau 15. maí 2021 16:41
Sverrir Örn Einarsson
Nik: Ættum að vera með 6-7 stig
Kvenaboltinn
Nik Chamberlain þjálfari Þróttar
Nik Chamberlain þjálfari Þróttar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Bara ekki nógu gott. Svipað leik okkar við Tindastól að mörgu leyti þar sem við stjórnum leiknum og höldum boltanum. Slæmar ákvarðanir á síðasta þriðjungi vallarins, gáfum þeim hornið sem leiddi af sér fyrsta markið og þetta er eitthvað sem við þurfum að laga.“ Sagði Nik Chamberlain svekktur þjálfari Þróttar um sín fyrstu viðbrögð eftir 2-2 jafntefli hans kvenna gegn Keflavík fyrr í dag.

Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  2 Þróttur R.

Þróttur var undir þegar blásið var til hálfleiks en eftir um 10 mínútna leik í síðari hálfleik höfðu þær snúið taflinu við og leiddu 2-1. Það dugði þó ekki til og jafnaði Keflavík á 66. mínútu leiksins.

„Fyrstu 15 mínúturnar í síðari hálfleik voru frábærar hjá okkur. Mjög góð mörk og aukin vilji sem ég bað um en í kjölfarið féllum við í þann hugsunarhátt að halda að þetta yrði auðvelt í stað þess að ganga frá leiknum. Fengum vissulega færin en svo var það bara ein skyndisókn eftir færi hjá okkur sem við hefðum átt að gera betur úr.“

Deildin hefur farið ögn öðruvísi af stað en margir bjuggust við fyrir mót og virðist sem hún sé mun jafnari í ár en oft áður. Um þetta sagði Nik.

„Ég sagði við stelpurnar að við ættum að vera með 6-7 stig og eftir sigur Tindastóls eru þær komnar uppfyrir okkur. Það mun ekki þurfa nema 1-2 leiki og lið munu hoppa upp og niður töfluna en allt sem við getum gert er að horfa í frammistöðuna og vonandi breyta þessum jafnteflum í sigra.“

Sagði Nik en allt viðtalið má sjá í spilararnum hér að ofan
Athugasemdir
banner