Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   lau 15. maí 2021 16:41
Sverrir Örn Einarsson
Nik: Ættum að vera með 6-7 stig
Kvenaboltinn
Nik Chamberlain þjálfari Þróttar
Nik Chamberlain þjálfari Þróttar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Bara ekki nógu gott. Svipað leik okkar við Tindastól að mörgu leyti þar sem við stjórnum leiknum og höldum boltanum. Slæmar ákvarðanir á síðasta þriðjungi vallarins, gáfum þeim hornið sem leiddi af sér fyrsta markið og þetta er eitthvað sem við þurfum að laga.“ Sagði Nik Chamberlain svekktur þjálfari Þróttar um sín fyrstu viðbrögð eftir 2-2 jafntefli hans kvenna gegn Keflavík fyrr í dag.

Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  2 Þróttur R.

Þróttur var undir þegar blásið var til hálfleiks en eftir um 10 mínútna leik í síðari hálfleik höfðu þær snúið taflinu við og leiddu 2-1. Það dugði þó ekki til og jafnaði Keflavík á 66. mínútu leiksins.

„Fyrstu 15 mínúturnar í síðari hálfleik voru frábærar hjá okkur. Mjög góð mörk og aukin vilji sem ég bað um en í kjölfarið féllum við í þann hugsunarhátt að halda að þetta yrði auðvelt í stað þess að ganga frá leiknum. Fengum vissulega færin en svo var það bara ein skyndisókn eftir færi hjá okkur sem við hefðum átt að gera betur úr.“

Deildin hefur farið ögn öðruvísi af stað en margir bjuggust við fyrir mót og virðist sem hún sé mun jafnari í ár en oft áður. Um þetta sagði Nik.

„Ég sagði við stelpurnar að við ættum að vera með 6-7 stig og eftir sigur Tindastóls eru þær komnar uppfyrir okkur. Það mun ekki þurfa nema 1-2 leiki og lið munu hoppa upp og niður töfluna en allt sem við getum gert er að horfa í frammistöðuna og vonandi breyta þessum jafnteflum í sigra.“

Sagði Nik en allt viðtalið má sjá í spilararnum hér að ofan
Athugasemdir
banner