Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   lau 15. maí 2021 16:41
Sverrir Örn Einarsson
Nik: Ættum að vera með 6-7 stig
Kvenaboltinn
Nik Chamberlain þjálfari Þróttar
Nik Chamberlain þjálfari Þróttar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Bara ekki nógu gott. Svipað leik okkar við Tindastól að mörgu leyti þar sem við stjórnum leiknum og höldum boltanum. Slæmar ákvarðanir á síðasta þriðjungi vallarins, gáfum þeim hornið sem leiddi af sér fyrsta markið og þetta er eitthvað sem við þurfum að laga.“ Sagði Nik Chamberlain svekktur þjálfari Þróttar um sín fyrstu viðbrögð eftir 2-2 jafntefli hans kvenna gegn Keflavík fyrr í dag.

Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  2 Þróttur R.

Þróttur var undir þegar blásið var til hálfleiks en eftir um 10 mínútna leik í síðari hálfleik höfðu þær snúið taflinu við og leiddu 2-1. Það dugði þó ekki til og jafnaði Keflavík á 66. mínútu leiksins.

„Fyrstu 15 mínúturnar í síðari hálfleik voru frábærar hjá okkur. Mjög góð mörk og aukin vilji sem ég bað um en í kjölfarið féllum við í þann hugsunarhátt að halda að þetta yrði auðvelt í stað þess að ganga frá leiknum. Fengum vissulega færin en svo var það bara ein skyndisókn eftir færi hjá okkur sem við hefðum átt að gera betur úr.“

Deildin hefur farið ögn öðruvísi af stað en margir bjuggust við fyrir mót og virðist sem hún sé mun jafnari í ár en oft áður. Um þetta sagði Nik.

„Ég sagði við stelpurnar að við ættum að vera með 6-7 stig og eftir sigur Tindastóls eru þær komnar uppfyrir okkur. Það mun ekki þurfa nema 1-2 leiki og lið munu hoppa upp og niður töfluna en allt sem við getum gert er að horfa í frammistöðuna og vonandi breyta þessum jafnteflum í sigra.“

Sagði Nik en allt viðtalið má sjá í spilararnum hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner
banner