Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   sun 15. maí 2022 23:40
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu atvikið: Reyndi að puttabrjóta andstæðinginn
Mynd: EPA

Carlos Zambrano, 32 ára miðvörður Boca Juniors og fyrrum leikmaður Schalke og Eintracht Frankfurt, gæti átt yfir höfði sér leikbann fyrir hegðun sína í bikarundanúrslitaleik.


Boca spilaði þar við Racing og vann í vítaspyrnukeppni en myndband úr leiknum hefur vakið athygli. Þar virðist Zambrano reyna að puttabrjóta andstæðing sinn eða í það minnsta meiða hann alvarlega með höggum sem líkjast helst karatehöggum á augljóslega viðkvæmu svæði.

Fórnarlambið var kantmaðurinn Enzo Copetti sem gat þó haldið áfram að spila eftir þessa árás frá Zambrano.

Það er spurning hvort Zambrano hafi tekist ætlunarverk sitt að taka Copetti úr jafnvægi, vegna þess að það var hann sem klúðraði fimmtu vítaspyrnu Racing í keppninni.

Myndbandið hefur vakið mikla athygli enda fáránleg hegðun hjá Zambrano. Hægt er að horfa hér fyrir neðan


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner