![Icelandair](/images/icelandair2_150x150px.png)
Icelandair hefur sett í gang leik þar sem í verðlaun er að fá að vera lukkukrakki á leik Englands og Íslands á Wembley í London í næsta mánuði.
Icelandair er að leita að lukkukrakka á aldrinum 6-10 ára til að leiða inn á völl Wembley þegar Ísland mætir Englandi í vináttulandsleik þann 7. júní í London.
Innifalið í ferðinni er flug til London fyrir barn og forráðamann ásamt hótelgistingu í tvær nætur, frá 6. - 8. júní.
Ef barnið þitt vill eiga kost á að leiða inn á völlinn getur þú skráð það til leiks. hér.
Þekkir þú einhvern sem á lítinn fótboltasnilling?
Smelltu hér til að taka þátt
Athugasemdir