Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
banner
   mið 15. maí 2024 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Leao reyndi að fá Cancelo til Milan
Mynd: EPA
Portúgalska stórstjarnan Rafael Leao er með samning við AC Milan sem gildir til 2028 og hefur hann trú á verkefninu sem er í gangi hjá félaginu.

Leao fór í viðtal við Fabrizio Romano á dögunum og var meðal annars spurður hvort hann hefði reynt að sannfæra einhverja fótboltamenn til að koma að spila með sér hjá Milan.

Þar viðurkenndi hann að hafa reynt að sannfæra landsliðsfélaga sinn Joao Cancelo um að ganga til liðs við félagið síðasta sumar, þegar það var ljóst að hann myndi ekki spila fyrir Manchester City á tímabilinu.

Cancelo var áhugasamur en hann endaði á að vera sendur til Barcelona á lánssamningi þar sem hann hefur gert góða hluti.

„Ég var að tala við Cancelo því við erum saman í landsliðinu og hann lék með Inter á sínum tíma. Hann viðurkenndi fyrir mér að honum líkar mjög vel við Milan, þegar hann spilaði grannaslaginn gegn þeim þá tók hann alltaf eftir þeim magnaða stuðningi sem barst frá stuðningsfólki félagsins," sagði Leao.

„Þegar hann sagði mér að hann hafi haldið með AC Milan í æsku þá sagði ég honum að koma yfir! En að lokum þá var það alltof erfitt. Hann hefði passað fullkomlega í kynslóðaskiptin sem eru að eiga sér stað innan félagsins. Hann er á frábærum aldri og býr yfir mögnuðum gæðum."
Athugasemdir
banner
banner