Áfrýjunnardómstóll KSÍ hefur dæmt FH til að greiða 150 þúsund króna sekt. Morten Beck fyrrum leikmaður liðsins stefndi félaginu vegna vangoldinna launa.
FH áfrýjaði dómi aga- og úrskurðarnefndarinnar en áfrýjunnardómstólinn staðfesti dóminn í dag.
Launin sem Morten átti inni voru talin vera á bilinu 15-24 milljónir en samkvæmt heimildum Vísis þarf FH að greiða leikmanninum 24 milljónir.
„Krafa Morten Beck nemur alls rúmlega 24,3 milljónum króna og skiptist í launakröfu upp á 17,5 milljónir og dráttarvexti, auk lögmannskostnaðar upp á tæpa milljón." Stendur í grein Vísis.
„Þá hefur áfrýjunardómstóll staðfest úrskurð um að knattspyrnulið FH í meistaraflokki karla skuli sæta félagaskiptabanni í eitt félagaskiptatímabil ef ekki er gengið frá uppgjöri í samræmi við niðurstöðu samninga- og félagaskiptanefndar frá 10. ágúst 2022 innan 30 daga frá því að dómurinn er kveðinn upp." Segir í frétt á heimasíðu KSÍ.
Morten Beck lék með FH frá 2019–2021 og skoraði 10 mörk í 27 leikjum.