Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   lau 15. júní 2024 17:37
Sverrir Örn Einarsson
Guðni: Held að við séum ekki beint að horfa á toppsætið
Kvenaboltinn
Guðni Eiríksson þjálfari FH
Guðni Eiríksson þjálfari FH
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH vann sinn annan sigur í röð í Bestu deild kvenna er liðið landaði torsóttum en góðum sigri á liði Keflavíkur er liðin mættust í Kaplakrika fyrr í dag. Guðni Eiríksson þjálfari FH var til viðtals við Fótbolta.net að leik loknum„“

Lestu um leikinn: FH 1 -  0 Keflavík

„Úr því sem komið var erum við gífurlega ánægð með að landa þessum sigri, halda hreinu og fara með þrjú stig og ná þannig að skilja okkur aðeins frá pakkanum fyrir neðan okkur.“

Hvernig fannst Guðna leikurinn heilt yfir?

„Mér fannst fyrri hálfleikurinn nokkuð góður og uppleggið fínt. Við vissum eða það sem við sáum fyrir okkur að andstæðingurinn myndi gera raungerðist og við náðum ágætlega að stoppa það. Við hefðum getað skorað fleiri mörk og þá sérstaklega í opnum leik þar sem við vorum að koma okkur í góðar stöður en nýttum ekki þau færi sem við fengum.“

„Seinni hálfleikurinn fer þá kannski eðlilega úr því að spila uppspils leik í það að "grinda" sigur sem er bara dæmigert þegar lið er að vinna 1-0. Þá fer maður að halda í þá forystu og ná þessu í gegn.“

Sigurinn gerir það eins og áður segir það að verkum að lið FH slítur sig aðeins frá þéttum pakkanum um og við miðja deild í situr í 4.sæti deildarinnar með 13 stig og eltir lið Þór/KA sem situr sæti ofar eins og skugginn.

„Við erum að teika Þór/KA sem er gott. Það er miklu skemmtilegra að horfa upp á við heldur en niður á við og með þessum sigri erum við í þeirri stöðu að við erum að horfa upp á við.“

Næst á dagskrá hjá FH er leikur gegn Val. Fyrir lið sem ætlar sér að horfa upp á við hlýtur það að merkja að FH ætli sér að verða toppbaráttulið.

„Mér sýnist nú Breiðablik vera með ansi góða forystu á okkur þannig að ég held að við séum ekki beint að horfa á toppsætið en við viljum að sjálfsögðu vera í efri hluta deildarinnar. Eins og öll liðin en við gerum tilkall til þess að vera eitt af þeim liðum og í dag erum við það.“

Sagði Guðni en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan.
Athugasemdir