Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
Orðinn markahæstur í sögu Njarðvíkur: Stoltur og stór áfangi fyrir mig
Chris Brazell: Dómarateymið bað okkur afsökunar
Gunnar Heiðar: Rosalega mikið sem gerðist á stuttum tíma
Eyjó Héðins: Aðalatriðið var bara að ná að troða honum inn
Hetja Hauka: Væri helvíti gaman að spila á Laugardalsvellinum
Haddi: Ég er farinn að kannast við mitt KA lið
Aron Bjarna: Mikilvægt að vinna þessa leiki
Fagnaði langþráðum sigri ÍA gegn KR - „Fékk afbrigði af Covid sem enginn hefur fengið"
Ingvar Jóns skilur ekkert: Hugsaði aldrei að hann myndi dæma víti
Arnar Gunnlaugs fámáll - „Umræðan um Víking er orðin fáranleg“
Arnar Grétars: Mér fannst við miklu betri í dag
Gylfi: Ingvar reyndi að taka mig á taugum
Þorsteinn Aron: Ömurlegir í fyrri og alvöru karakter að koma til baka
Viktor Jóns: Loksins að sýna hvað ég get
Rúnar Kristins: Auðveldara að sækja gegn vindinum en með
Jón Þór: Fyllilega verðskuldað og rúmlega það
Emil Atla: Ánægður með árásargirnina hjá okkar liði
Heimir: Varnarleikur liðsins er bara ekki nógu góður
Jökull: Hann tók þetta í sínar eigin hendur
Ómar Ingi: Við þurftum að fara út og gera bara eitthvað
banner
   lau 15. júní 2024 17:37
Sverrir Örn Einarsson
Guðni: Held að við séum ekki beint að horfa á toppsætið
Guðni Eiríksson þjálfari FH
Guðni Eiríksson þjálfari FH
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH vann sinn annan sigur í röð í Bestu deild kvenna er liðið landaði torsóttum en góðum sigri á liði Keflavíkur er liðin mættust í Kaplakrika fyrr í dag. Guðni Eiríksson þjálfari FH var til viðtals við Fótbolta.net að leik loknum„“

Lestu um leikinn: FH 1 -  0 Keflavík

„Úr því sem komið var erum við gífurlega ánægð með að landa þessum sigri, halda hreinu og fara með þrjú stig og ná þannig að skilja okkur aðeins frá pakkanum fyrir neðan okkur.“

Hvernig fannst Guðna leikurinn heilt yfir?

„Mér fannst fyrri hálfleikurinn nokkuð góður og uppleggið fínt. Við vissum eða það sem við sáum fyrir okkur að andstæðingurinn myndi gera raungerðist og við náðum ágætlega að stoppa það. Við hefðum getað skorað fleiri mörk og þá sérstaklega í opnum leik þar sem við vorum að koma okkur í góðar stöður en nýttum ekki þau færi sem við fengum.“

„Seinni hálfleikurinn fer þá kannski eðlilega úr því að spila uppspils leik í það að "grinda" sigur sem er bara dæmigert þegar lið er að vinna 1-0. Þá fer maður að halda í þá forystu og ná þessu í gegn.“

Sigurinn gerir það eins og áður segir það að verkum að lið FH slítur sig aðeins frá þéttum pakkanum um og við miðja deild í situr í 4.sæti deildarinnar með 13 stig og eltir lið Þór/KA sem situr sæti ofar eins og skugginn.

„Við erum að teika Þór/KA sem er gott. Það er miklu skemmtilegra að horfa upp á við heldur en niður á við og með þessum sigri erum við í þeirri stöðu að við erum að horfa upp á við.“

Næst á dagskrá hjá FH er leikur gegn Val. Fyrir lið sem ætlar sér að horfa upp á við hlýtur það að merkja að FH ætli sér að verða toppbaráttulið.

„Mér sýnist nú Breiðablik vera með ansi góða forystu á okkur þannig að ég held að við séum ekki beint að horfa á toppsætið en við viljum að sjálfsögðu vera í efri hluta deildarinnar. Eins og öll liðin en við gerum tilkall til þess að vera eitt af þeim liðum og í dag erum við það.“

Sagði Guðni en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner