Lewandowski, Anderson og Endrick orðaðir við Man Utd - Semenyo til Liverpool í janúar? - Barcelona skuldar - Toney til Tottenham?
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
   lau 15. júní 2024 17:37
Sverrir Örn Einarsson
Guðni: Held að við séum ekki beint að horfa á toppsætið
Kvenaboltinn
Guðni Eiríksson þjálfari FH
Guðni Eiríksson þjálfari FH
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH vann sinn annan sigur í röð í Bestu deild kvenna er liðið landaði torsóttum en góðum sigri á liði Keflavíkur er liðin mættust í Kaplakrika fyrr í dag. Guðni Eiríksson þjálfari FH var til viðtals við Fótbolta.net að leik loknum„“

Lestu um leikinn: FH 1 -  0 Keflavík

„Úr því sem komið var erum við gífurlega ánægð með að landa þessum sigri, halda hreinu og fara með þrjú stig og ná þannig að skilja okkur aðeins frá pakkanum fyrir neðan okkur.“

Hvernig fannst Guðna leikurinn heilt yfir?

„Mér fannst fyrri hálfleikurinn nokkuð góður og uppleggið fínt. Við vissum eða það sem við sáum fyrir okkur að andstæðingurinn myndi gera raungerðist og við náðum ágætlega að stoppa það. Við hefðum getað skorað fleiri mörk og þá sérstaklega í opnum leik þar sem við vorum að koma okkur í góðar stöður en nýttum ekki þau færi sem við fengum.“

„Seinni hálfleikurinn fer þá kannski eðlilega úr því að spila uppspils leik í það að "grinda" sigur sem er bara dæmigert þegar lið er að vinna 1-0. Þá fer maður að halda í þá forystu og ná þessu í gegn.“

Sigurinn gerir það eins og áður segir það að verkum að lið FH slítur sig aðeins frá þéttum pakkanum um og við miðja deild í situr í 4.sæti deildarinnar með 13 stig og eltir lið Þór/KA sem situr sæti ofar eins og skugginn.

„Við erum að teika Þór/KA sem er gott. Það er miklu skemmtilegra að horfa upp á við heldur en niður á við og með þessum sigri erum við í þeirri stöðu að við erum að horfa upp á við.“

Næst á dagskrá hjá FH er leikur gegn Val. Fyrir lið sem ætlar sér að horfa upp á við hlýtur það að merkja að FH ætli sér að verða toppbaráttulið.

„Mér sýnist nú Breiðablik vera með ansi góða forystu á okkur þannig að ég held að við séum ekki beint að horfa á toppsætið en við viljum að sjálfsögðu vera í efri hluta deildarinnar. Eins og öll liðin en við gerum tilkall til þess að vera eitt af þeim liðum og í dag erum við það.“

Sagði Guðni en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner