Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 15. júlí 2019 21:12
Brynjar Ingi Erluson
Pepsi Max-deildin: Jafnt í báðum leikjum kvöldsins
Guðmundur Andri Tryggvason skoraði laglegt mark gegn Fylki í kvöld en hér er hann og Ragnar Bragi Sveinsson í baráttunni
Guðmundur Andri Tryggvason skoraði laglegt mark gegn Fylki í kvöld en hér er hann og Ragnar Bragi Sveinsson í baráttunni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tveir leikir fóru fram í Pepsi Max-deild karla í kvöld en báðir enduðu með 1-1 jafntefli.

Grindavík og ÍA gerðu 1-1 jafntefli í Grindavík. Hörður Ingi Gunnarsson kom gestunum yfir með marki á 26. mínútu eftir sendingu frá Jón Gísla Eyland en Adam var þó ekki lengi í paradís því Grindvíkingar jöfnuðu tveimur mínútum síðar.

Oscar Cruz þakkaði traustið en hann kom inn í byrjunarlið Grindavíkur í stað Gunnars Þorsteinssonar sem tók út bann í kvöld.

Oscar betur þekktur sem Primo skoraði af stuttu færi. Liðin skiptust á færum í síðari hálfleik en ekki voru mörkin fleiri að þessu sinni og lokatölur 1-1.

Á sama tíma gerðu Víkingur R. og Fylkir einnig 1-1 jafntefli. Geoffrey Castillion skoraði á 17. mínútu eftir hornspyrnu. Kolbeinn Birgir átti hornspyrnu sem Ásgeir Eyþórsson stýrði á Castillion og átti hann ekki í neinum vandræðum með að skora.

Átta mínútum síðar skoraði Guðmundur Andri Tryggvason glæsilegt mark fyrir Víking. Ágúst Eðvald Hlynsson átti þá fyrirgjöf á Guðmund sem tók hann viðstöðulaust í slá og inn.

Fylkismenn fengu dauðafæri á 38. mínútu. Castillion átti skot sem Þórður Ingason varði út á Valdimar en það virtist erfiðara að klúðra færinu en skora úr því. Hann skaut hins vegar í stöng.

Lokatölur 1-1 á Víkingsvelli. Víkingur fer upp í 10. sæti og er með 12 stig en Fylkir í 7. sæti með 16 stig. ÍA er þá áfram í þriðja sæti eftir jafntefli með 21 stig en Grindvíkingar í 9. sæti með 13 stig.

Úrslit og markaskorarar:

Grindavík 1 - 1 ÍA
0-1 Hörður Ingi Gunnarsson ('26 )
1-1 Oscar Manuel Conde Cruz ('28 )

b>Víkingur R. 1 - 1 Fylkir
0-1 Geoffrey Wynton Mandelano Castillion ('17 )
1-1 Guðmundur Andri Tryggvason ('25 )
Athugasemdir
banner
banner
banner