Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
   mán 15. júlí 2019 19:11
Brynjar Ingi Erluson
Viðar Örn á leið í Rubin Kazan
Viðar Örn Kjartansson er að skipta um lið í Rússlandi
Viðar Örn Kjartansson er að skipta um lið í Rússlandi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viðar Örn Kjartansson, framherji Rostov í Rússlandi, er á leið til Rubin Kazan. Þetta herma heimildir Fótbolta.net. Hann verður lánaður í eitt ár.

Viðar Örn er fæddur árið 1990 og uppalinn á Selfossi en hann hefur undanfarna mánuði verið á láni frá Rostov hjá sænska liðinu Hammarby. Hann gerði 7 mörk í 14 leikjum fyrir Hammarby.

Hann spilaði sinn síðasta leik fyrir Hammarby í kvöld og tryggði liðinu 3-2 sigur á Sundsvall.

Hann snýr aftur til Rostov eftir tvo daga en svo virðist sem hann sé búinn að finna sér nýtt félag.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er Viðar á leið til Rubin Kazan sem leikur í rússnesku úrvalsdeildinni. Hann verður lánaður út tímabilið.

Rubin Kazan spilaði fyrsta leik sinn í rússnesku deildinni í kvöld en það gerði 1-1 jafntefli við Lokomotiv Moskvu.

Viðar hefur spilað 21 landsleik og gert 3 mörk fyrir íslenska landsliðið.
Athugasemdir
banner
banner
banner