banner
   fim 15. júlí 2021 11:06
Innkastið
Kannast ekkert við að hafa sagst ætla að hætta
Helgi Valur á 40 ára afmælisdaginn sinn.
Helgi Valur á 40 ára afmælisdaginn sinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrr í þessum mánuði kom frétt á mbl.is um að Helgi Valur Daníelsson, miðjumaður Fylkis, hefði staðfest það við vefmiðilinn að hann væri búinn að ákveða að leggja skóna á hilluna eftir tímabilið.

Áhugavert er að eftir sigur Árbæjarliðsins gegn KA á þriðjudaginn kannaðist Helgi Valur ekkert við að hafa látið þetta út úr sér.

„Nei, það er al­veg rangt, ég las bara um það í blöðunum og hef ekki staðfest það við neinn. Eins og síðustu þrjú árin hef ég bara tekið eitt ár í einu, og ég hef ekk­ert ákveðið að hætta. Auðvitað er það alltaf lík­legt, en við sjá­um hvernig það fer, hvernig manni líður að leiktíma­bili loknu." sagði Helgi Valur, einmitt við mbl.is.

Helgi Valur varð 40 ára á leikdegi á þriðjudag en hann var í byrjunarliði Fylkis í leiknum. Hann hefur verið í stóru hlutverki og alveg ljóst að aldursforseti deildarinnar hefur enn mikið fram að færa.

„Ef hann hefur eitthvað til málanna að leggja og inn á völlinn að gera, er ekki alltaf talað um að menn sakni klefans og af hverju að byrja að sakna hans strax þegar þú ert fullgildur í þessa deild," sagði Tómas Þór Þórðarson þegar rætt var um Helga í Innkastinu hér á Fótbolta.net

„Hvolpamiðjan hefur ekki alveg verið að virka og þeir hafa þurft meiri reynslu á miðjuna."

Umræðuna má heyra nánar í spilaranum hér að neðan og einnig má sjá viðtal við Helga sem tekið var eftir sigurinn gegn KA.
Helgi Valur: Einn bjór fyrir framan sjónvarpið
Innkastið - Skelfilegir Skagamenn og FH daðrar við fallsæti
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner