Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
   mán 15. júlí 2024 11:02
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: 433.is 
Valsarar þurfa að spila í Albaníu þrátt fyrir líflátshótanir
Mynd: Skjáskot/Valur
Valur þarf að fara til Albaníu og spila á heimavelli Vllaznia í 1. umferð forkeppninnar í Sambandsdeildinni þrátt fyrir að stjórnarmenn Vals hafi fengið líflátshótanir frá stjórnarmönnum albanska félagsins og stuðningsmenn gestaliðsins hafi látið öllum illum látum á Hlíðarenda síðastliðið fimmtudagskvöld.

Flösku var m.a. kastað í dómara leiksins, öryggisvörður var laminn og hrækt á dómarana þegar þeir gengu til búningsherbergja í leikslok.

jörundur Áki Sveinsson, starfandi framkvæmdastjóri KSÍ, staðfesti í samtali við 433.is í dag að málið væri á borði UEFA en að engin ákvörðun um refsingu myndi liggja fyrir áður en leikurinn fer fram á fimmtudag.

Lestu um leikinn: Valur 2 -  2 Vllaznia

Leikurinn fer fram á Loro Borici leikvanginum í Shkoder sem er höfuðborg norðursins í Albaníu. Það er heimavöllur Vllaznia. Leikurinn hefst klukkan 16:00 að íslenskum tíma.

Staðan í einvíginu er jöfn, 2-2, en Lúkas Logi Heimisson jafnaði fyrir Val alveg í blálok fyrri leiksins.
Athugasemdir
banner
banner