„Ég var gríðarlega ánægður með þennan leik. Mér fannst við vera flottir, nánast allan leikinn," sagði Gunnlaugur Jónsson, þjálfari ÍA, eftir 3-0 sigur á Víkingi Ólafsvík.
„Við náum þessum 22 stigum sem duga held ég til að vera lausir við þennan botndraug. Við getum farið að horfa ofar. Við ræðum saman á morgun og getum hugsanlega rætt ný markmið."
Ármann Smári Björnsson meiddist gegn Fjölni og var ekki með í kvöld.
„Það hefur verið stígandi frá þeim leik hjá honum. Hann verður vonandi klár í næsta leik," sagði Gunnlaugur.
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir