Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   lau 15. ágúst 2020 20:18
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fannar Daði: Honum fannst brotið ekki verðskulda seinna gula
Lengjudeildin
Fannar í leik gegn Grindavík fyrr í sumar.
Fannar í leik gegn Grindavík fyrr í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Fannar Daði Malmquist Gíslason, leikmaður Þórs, var til viðtals eftir leik Þórsara gegn Leikni R. í Breiðholtinu í dag. Fannari leist ekki of vel á að vera kallaður í viðtal en kom þó og skilaði ágætis verki.

„Úr því sem komið var þá er þetta mjög góður punktur. Gott að fá mark rétt fyrir hálfleik og mér fannst við geta stolið þessu í seinni hálfleik," sagði Fannar.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 3 -  3 Þór

Jóhann Helgi Hannesson skoraði undir lok fyrri hálfleiks og staðan var 3-1 fyrir Leikni í hálfleik. Breytir það miklu að fara með mark inn í hálfleikinn?

„3-0 í hálfleik hefði verið alvöru brekka, markið var mikilvægt."

Þórsarar vildu fá seinna gula á Guy Smit þegar hann var brotlegur inn á vítateig og kominn með gult spjald. Hvað fannst Fannari?

„Ég hefði gefið honum seinna gula en dómarinn sagði að þetta hefði ekki verið [nægilega mikið] brot til að spjalda markvörðinn. Hann kannski dæmdi svo ekki víti þegar þeir vildu fá slíkt tveim mínútum seinna til að jafna það út að hafa ekki gefið seinna gula. Dómarinn dæmdi þenann leik samt ágætlega þótt maður hefði verið pirraður inn á vellinum."

Oft var brotið á Fannari í leiknum. Er þetta í hans leikstíl að ná í aukaspyrnur með því að staðsetja sig vel?

„Þeir voru orðnir pirraðir í seinni hálfleik þegar ég var búinn að fiska 3-4. Ef ég fæ mann í bakið og get ekki áfram þá auðvitað fer ég niður ef ég finn snertingu. Ég er auðvitað ekki að reyna henda mér niður en ef ég get fengið aukaspyrnu á fínum stað, með Jóa inn á teignum, þá auðvitað tek ég hana," sagði Fannar að lokum.

Viðtalið í heild sinni má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner