Liverpool hefur áhuga á Gomes - Yamal fær nýjan samning - Sean Dyche íhugar markvarðarbreytingu
   fim 15. ágúst 2024 18:03
Ívan Guðjón Baldursson
Sambandsdeildin: Víkingur hafði betur í Eistlandi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FC Flora 1 - 2 Víkingur R.
0-1 Aron Elís Þrándarson ('6)
0-2 Nikolaj Hansen ('36)
1-2 Markus Soomets ('53)

Lestu um leikinn: Flora Tallinn 1 -  2 Víkingur R.

Íslands- og bikarmeistarar Víkings R. eru komnir í úrslitaleik umspilsins fyrir sæti í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar eftir flottan sigur á útivelli gegn FC Flora í Tallinn, höfuðbborg Eistlands.

Víkingar byrjuðu leikinn af krafti og tóku verðskuldaða forystu strax á sjöttu mínútu þegar Aron Elís Þrándarson skallaði boltann í netið eftir hornspyrnu. Valdimar Þór Ingimundarson fær stoðsendingu skráða á sig en hann gerði vel að vinna fyrsta skallaboltann til að fleyta boltanum áfram inn í vítateig, þar sem Aron Elís fórnaði sér til að skalla hann í netið. Hann fékk fót frá varnarmanni Flora í andlitið og þurfti langa aðhlynningu en gat svo haldið leik áfram.

Heimamenn í liði Flora gerðu sig líklega til að jafna metin og komu boltanum í netið eftir mikinn klaufagang í varnarleik Víkinga, en markið var dæmt ógilt vegna naumrar rangstöðu eftir athugun í VAR herberginu.

Undir lok fyrri hálfleiks tvöfaldaði Víkingur forystuna þegar Valdimar Þór var aftur á ferðinni. Hann hirti boltann af varnarmanni Flora og gaf frábæra stoðsendingu á Nikolaj Hansen sem skoraði úr dauðafæri. Staðan var 0-2 eftir góðan fyrri hálfleik hjá Víkingi.

Flora byrjaði seinni hálfleikinn vel og minnkaði muninn snemma þegar Markus Soomets skoraði með góðu skoti við vítateigslínuna, þar sem hann var skilinn eftir einn á auðum sjó.

Flora var mikið með boltann og reyndi að sækja jöfnunarmark. Eistarnir áttu marktilraun sem fór í stöngina og komust nokkrum sinnum í hættulegar stöður en tókst þó aldrei að jafna leikinn. Vörn Víkinga hélt og innsiglaði flottan sigur sem gæti reynst afar dýrmætur.

Vikingur spilar næst við UE Santa Coloma sem eru meistararnir í Andorru, en talið er að gæði liðsins séu ekki jafn góð og gæðin hjá Flora. Takist Víkingum að sigra þá viðureign verða þeir annað íslenska karlaliðið til að komast í riðlakeppni í Evrópu eftir að Breiðablik spilaði í Sambandsdeildinni í fyrra.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner