Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 15. september 2020 15:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bestur í 9. umferð: Mikil samheldni og mikill liðsandi í Ólafsvík
Harley Willard (Víkingur Ó.)
Lengjudeildin
Harley í leik með Ólsurum í sumar.
Harley í leik með Ólsurum í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hann kann vel við að spila undir stjórn Guðjóns.
Hann kann vel við að spila undir stjórn Guðjóns.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Harley langar enn að prófa sig í efstu deild á Íslandi, en núna er einbeiting hans á að hjálpa Víkingi.
Harley langar enn að prófa sig í efstu deild á Íslandi, en núna er einbeiting hans á að hjálpa Víkingi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Harley Willard er leikmaður 9. umferðar í Lengjudeildinni eftir frammistöðu sína með Víkingi Ólafsvík í 2-2 jafntefli gegn Grindavík. Ólsarar lentu 2-0 undir í byrjun seinni hálfleiks en sýndu karakter og komu til baka. Þar spilaði Harley stórt hlutverk.

„Harley spilaði á miðri miðjunni í byrjun leiks og er það ekki hans náttúrulega staða, en hann er hægri kantmaður eða framherji. Hann sást ekki mikið í fyrri hálfleik vegna þess, en svo breytir Guðjón uppstillingunni og Harley fer meira í holuna eða "tíuna" og hann bara gjörbreytti sóknarleiknum þar. Harley skoraði og lagði upp mark, hann var alltaf hættulegur þegar hann fékk boltann," skrifaði Einar Knudsen í skýrslu sinni.

Sjá einnig:
Lið 9. umferðar: Gibbs, Sævar og Gaui Þórðar

„Ég var ánægður með að skora og leggja upp. Ég spilaði aftarlega á vellinum í fyrri hálfleik og því gat ég ekki skapað mikið framarlega á vellinum. Í seinni hálfleiknum breyttum við kerfinu og ég gat farið framar á vellinum, komist meira í boltann til að skapa færi og tengt meira við framherjana. Frammistaðan í seinni hálfleik var sterk og við vorum óheppnir að taka ekki öll stigin," sagði Harley og bætir við: „En við verðum að taka það jákvæða eftir að hafa lent 2-0 undir og komið til baka."

Hver var ástæðan fyrir því að þið komuð til baka í þessum leik og náið stigi?

„Það er mikil samheldni og mikill liðsandi í hópnum. Mér finnst við hafa sýnt það á síðustu vikum að við gefumst ekki upp. Það eina sem þú þarft í fótbolta er eitt færi til að breyta gangi mála."

Það hefur mikið verið að frétta í Ólafsvík í sumar og nokkur dramatík. Það hefur verið talað um að tímabilið sé efni í góða heimildarþætti. Hefur þetta allt saman haft mikil áhrif á liðið?

„Við byrjuðum tímabilið ekki eins og við vildum, og það hafði líklega einhver áhrif á okkur. En sem lið höfum við staðið saman í gegnum erfiða tíma og verið að leggja meira á okkur en nokkru sinni fyrr. Það sést í því að við höfum ekki tapað í síðustu fimm leikjum gegn sterkum andstæðingum."

Guðjón Þórðarson tók við liðinu af Jóni Páli Pálmasyni fyrr í sumar. Harley segir að það sé gaman að spila undir stjórn fyrrum landsliðsþjálfarans.

„Það hefur verið frábært. Guðjón er mjög góður þjálfari og ég hef notið þess að vinna með honum. Við erum orðnir sterkari andlega og líkamlega frá því að hann tók við og þú finnur fyrir því og sérð það í hópnum."

Harley var valinn í lið ársins í 1. deildinni í fyrra og gekk í kjölfarið í raðir Fylkis í efstu deild. Hann stoppaði ekki lengi þar og var kominn aftur til Ólafsvíkur fyrir tímabilið.

„Ég er ánægður með ákvörðun mína," segir Skotinn. „Ég var ekki ánægður hjá Fylki og fyrir því eru nokkrar ástæður. Ég var opinn fyrir því að fara í mörg félög á Íslandi ef það var áhugi á mér, en vegna Covid voru ekki margir möguleikar. Víkingur Ólafsvík hafði áhuga og það var mjög auðveld ákvörðun fyrir mig að fara þangað þar sem ég átti mjög gott tímabil með félaginu í fyrra. Mér líður vel og ég er ánægður hérna."

Hvernig lítur framtíðin út fyrir Harley Willard?

„Ég er leikmaður Víkings og einbeiting mín er hérna og á verkefninu hérna. Í framtíðinni eru markmið mín að spila á hæsta 'level-i' sem ég get spilað á. Ég vil enn prófa mig í efstu deild hér og ég er opinn fyrir því að skoða þau tækifæri sem koma upp," segir hinn 23 ára gamli Harley sem verður í eldlínunni með Ólsurum gegn Þór á morgun.

Bestir í fyrri umferðum:
Bestur í 1. umferð: Fred Saraiva (Fram)
Bestur í 2. umferð: Bjarki Þór Viðarsson (Þór)
Bestur í 3. umferð: Sævar Atli Magnússon (Leiknir R.)
Bestur í 4. umferð: Andri Freyr Jónasson (Afturelding)
Bestur í 5. umferð: Sindri Kristinn Ólafsson (Keflavík)
Bestur í 6. umferð: Adam Ægir Pálsson (Keflavík)
Bestur í 7. umferð: Vuk Oskar Dimitrijevic (Leiknir R.)
Bestur í 8. umferð: Albert Hafsteinsson (Fram)
Bestur í 11. umferð: Joey Gibbs (Keflavík)
Bestur í 12. umferð: Joey Gibbs (Keflavík)
Bestur í 13. umferð: Oliver Heiðarsson (Þróttur R.)
Bestur í 14. umferð: Sævar Atli Magnússon (Leiknir R.)
Bestur í 16. umferð: Alexander Már Þorláksson (Fram)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner