Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   fim 15. september 2022 08:33
Elvar Geir Magnússon
Hamren nýr þjálfari Álaborgar (Staðfest) - Í botnbaráttuna við Freysa
Erik Hamren og Freyr Alexandersson voru saman með íslenska landsliðið en eru nú keppinautar í dönsku botnbaráttunni.
Erik Hamren og Freyr Alexandersson voru saman með íslenska landsliðið en eru nú keppinautar í dönsku botnbaráttunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Erik Hamren, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands, hefur verið ráðinn þjálfari Aab Álaborgar sem situr í næst neðsta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar.

Lars Friis var rekinn frá Álaborg eftir 1-1 jafntefli gegn botnliði Lyngby í síðustu umferð en þjálfari Lyngby er Freyr Alexandersson, sem var aðstoðarþjálfari Hamren með íslenska landsliðið.

Þetta er fyrsta þjálfarastarf Hamren síðan hann hætti með íslenska landsliðið 2020. Hann þekkir vel til hjá Álaborg þar sem hann þjálfaði liðið 2004-2008. Hann gerði liðið að dönskum meistara 2008.

Hamren, sem er 65 ára, var hársbreidd frá því að koma Íslandi á EM alls staðar en umspilsleikur gegn Ungverjalandi tapaðist á dramatískan hátt.

Á þjálfaraferlinu hefur Hamren tvívegis unnið norska meistaratitilinn sem stjóri Rosenborg og þrívegis unnið sænska bikarinn auk Danmerskurmeistaratitilsins. Hann stýrði sænska landsliðinu 2009-2016.


Stöðutaflan Danmörk Danmörk - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 FCK 17 9 6 2 32 19 +13 33
2 Midtjylland 17 10 3 4 31 22 +9 33
3 Randers FC 17 8 6 3 31 19 +12 30
4 AGF Aarhus 17 7 7 3 30 17 +13 28
5 Brondby 17 7 6 4 31 22 +9 27
6 Silkeborg 17 6 8 3 29 23 +6 26
7 FC Nordsjaelland 17 7 5 5 30 29 +1 26
8 Viborg 17 5 6 6 29 27 +2 21
9 AaB Aalborg 17 4 5 8 18 31 -13 17
10 Sonderjylland 17 4 4 9 21 37 -16 16
11 Lyngby 17 1 7 9 12 24 -12 10
12 Vejle 17 1 3 13 16 40 -24 6
Athugasemdir