Rashford lækkar launakröfur til að komast til Barcelona - Napoli vill Kiwior - Aston Villa í leit að markverði
   fös 15. september 2023 11:00
Elvar Geir Magnússon
Upphitanir stuðningsmanna fyrir bikarúrslitin
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úrslitaleikur Mjólkurbikarsins fer fram klukkan 16 á morgun, laugardag, en Víkingur og KA mætast þá á Laugardalsvelli.

Víkingur hefur verið bikarmeistari samfleytt frá 14. september 2019. Liðið hefur lyft bikarnum síðustu þrjú skipti en keppnin 2020 var ekki kláruð, vegna Covid heimsfaraldursins.

Víkingur hefur því verið ríkjandi bikarmeistari í 1.462 daga.

Víkingar hita upp í Safamýri
Víkingar blása til hátíðar fyrir leik í Safamýrinni þar sem stuðningsmenn Víkings ætla að fjölmenna og hita upp fyrir leikinn frá klukkan 12-14:30. Hamborgarar, hoppukastalar, andlitsmálning og lifandi tónlist. Það verður svo skrúðganga á völlinn.

KA-menn í Laugardalshöll
Stuðningsmenn KA verða með upphitun í nýju Laugardalshöllinni frá 13-15. Drykkir verða til sölu ásamt matvögnum frá Gastro Truck og Tacoson. Þá munu þeir Jón Heiðar og Jón Þór halda uppi stuðinu með skemmtilegri dagskrá.



Athugasemdir
banner
banner