Lokaumferðin fyrir tvískiptingu í Bestu deildinni hefst í dag en henni lýkur með tveimur leikjum á morgun.
Í dag eru þrír leikir á dagskrá klukkan 14. Það er ljóst nú þegar hvaða lið munu spila í efri og neðri hlutanum. Vestri getur klifrað upp úr fallsæti með sigri á Stjörnunni í Garðabæ. Þá mætast Fram og FH annars vegar og ÍA og KA hins vegar.
Í kvöld er síðan risagrannaslagur þar sem Breiðablik fær HK í heimsókn. Breiðablik getur endurheimt toppsætið með sigri en HK er tveimur stigum á undan Vestra í fallbaráttunni fyrir umferðina.
Það getur komið í ljós í dag hvaða lið fer upp í Lengjudeild kvenna á næsta ári. Ef Haukar vinna ÍH og KR mistekst að vinna Völsung eru Haukar komnir upp.
sunnudagur 15. september
Besta-deild karla
14:00 Stjarnan-Vestri (Samsungvöllurinn)
14:00 Fram-FH (Lambhagavöllurinn)
14:00 ÍA-KA (ELKEM völlurinn)
17:00 Breiðablik-HK (Kópavogsvöllur)
2. deild kvenna - A úrslit
14:00 Haukar-ÍH (BIRTU völlurinn)
14:00 Völsungur-KR (PCC völlurinn Húsavík)

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |