Höjlund færist nær Milan - Ramsey á leið til Newcastle - Man City í viðræðum um Donnarumma
Halli Hróðmars:Það var ákveðið andleysi
Haraldur Freyr: Sigurinn hefði getað endað stærri
Matti Guðmunds: Jordyn Rhodes komin í toppform og með sjálfstraust
Úlfa Dís: Prófa alltaf að skjóta þegar ég er með pláss
Jóhann Birnir: Þýðir ekkert fyrir okkur að horfa á töfluna
Venni: Við erum ekki það litlir að við þorum ekki að horfa á toppinn
Jordyn Rhodes: Fyrsta þrennan á ferlinum
Kom af bekknum og varð hetja Þróttara - „Erfitt fyrir Venna að velja"
Gunnar Heiðar: Við erum bara að fókusa á það sem við erum að gera
„Finnst í þessum undanförnum leikjum það vera auðveldara fyrir andstæðinginn að skora heldur en okkur"
Kalli um mark Úlfu Dísar: Eitthvað sturlað og ekki í fyrsta sinn sem ég sé þetta
Viðtal við Alla Jóa
Bjarni Jó: Meiri stíll yfir okkur
Viðtal við Sigga Höskulds
Hemmi Hreiðars: Rándýr dómaramistök
Jón Daði: Dreymdi um þessa byrjun
Gústi Gylfa: Sást í augum leikmanna að menn vildu vinna
Óli Íshólm: Get ekki verið að tittlingast með þeim en get þetta
Arnar Grétars: Eins og að lifa Groundhog day aftur og aftur
Höskuldur: Adrenalínið drekkir þeirri þreytu
   þri 15. október 2013 21:22
Hafliði Breiðfjörð
Alfreð: Fékk skilaboð frá Birki Bjarna um að Sviss hafi skorað
Stuðningsmenn Íslands voru frábærir í kvöld.
Stuðningsmenn Íslands voru frábærir í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Árni Torfason
,,Þetta er frábært, æðislegt að vera hluti af því að skrifa íslenska knattspyrnusögu. Þetta er einstakur hópur sem við höfum og ætla að vona að við kunnum að meta það," sagði Alfreð Finnbogason framherji Íslands eftir 1-1 jafntefli gegn Noregi í kvöld.

Alfreð var á bekknum í kvöld en kom inná sem varamaður í seinni hálfleik. Var hann að fylgjast með leik Sviss og Slóveníu þar?

,,Nei, það var smá forvitni á bekknum og við vissum að það var 0-0 í hálfleik. Það var hættuleg staða því við vissum að eitt mark frá Slóveníu myndi breyta stöðunni en sem betur fer tókum við þetta," sagði Alfreð sem var kominn inná þegar Sviss komst yfir gegn Slóveníu.

,,Ég fékk svo skilaboð frá Birki Bjarna um að þeir væru búnir að skora. Þá gat maður andað aðeins léttar og færa okkur aðeins aftar. Við vorum ekki alveg að sækja á jafnmörgum mönnum."

,,Það var smá taugaveiklun í þessu en við náðum því sem við ætluðum og það man enginn eftir þessum leik þegar í nóvember er komið. Það er enginn draumamótherji og líklega erum við í neðri styrkleikaflokki. Ég held að allir hafi gaman af að mæta Svíum, það er klárt."
Athugasemdir
banner