
,,Þetta er frábært, æðislegt að vera hluti af því að skrifa íslenska knattspyrnusögu. Þetta er einstakur hópur sem við höfum og ætla að vona að við kunnum að meta það," sagði Alfreð Finnbogason framherji Íslands eftir 1-1 jafntefli gegn Noregi í kvöld.
Alfreð var á bekknum í kvöld en kom inná sem varamaður í seinni hálfleik. Var hann að fylgjast með leik Sviss og Slóveníu þar?
,,Nei, það var smá forvitni á bekknum og við vissum að það var 0-0 í hálfleik. Það var hættuleg staða því við vissum að eitt mark frá Slóveníu myndi breyta stöðunni en sem betur fer tókum við þetta," sagði Alfreð sem var kominn inná þegar Sviss komst yfir gegn Slóveníu.
,,Ég fékk svo skilaboð frá Birki Bjarna um að þeir væru búnir að skora. Þá gat maður andað aðeins léttar og færa okkur aðeins aftar. Við vorum ekki alveg að sækja á jafnmörgum mönnum."
,,Það var smá taugaveiklun í þessu en við náðum því sem við ætluðum og það man enginn eftir þessum leik þegar í nóvember er komið. Það er enginn draumamótherji og líklega erum við í neðri styrkleikaflokki. Ég held að allir hafi gaman af að mæta Svíum, það er klárt."
Athugasemdir