Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 15. nóvember 2019 21:18
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bose-mótið: KR hafði betur gegn Gróttu
Óskar Örn skoraði fyrir KR.
Óskar Örn skoraði fyrir KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grótta 2 - 3 KR
Mörk KR: Oddur Ingi Bjarnason, Óskar Örn Hauksson og Tobias Thomsen
Mörk Gróttu: Gabríel Hrannar Eyjólfsson og Valtýr Már Michaelsson.

KR byrjar á sigri í Bose-mótinu þetta árið, en Íslandsmeistararnir mættu Gróttu á Seltjarnarnesi í kvöld.

Þetta var hörkuleikur og var staðan 2-2 þegar um 20 mínútur voru til leiksloka. KR náði að tryggja sér sigurinn áður en flautað var af.

Ágúst Gylfason stýrði Gróttu í kvöld, en hann tók við liðinu af Óskari Hrafni Þorvaldssyni eftir síðustu leiktíð. Óskar Hrafn tók við Breiðabliki af Ágústi.

Grótta verður nýliði í Pepsi Max-deildinni næsta sumar, en KR er eins og áður segir ríkjandi Íslandsmeistari.

Með þessum tveimur liðum í riðli eru FH og Víkingur R., en þau lið mættust í opnunarleik mótsins um síðustu helgi. FH-ingar unnu leikinn 4-2.
Athugasemdir
banner
banner