Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 15. nóvember 2019 14:13
Magnús Már Einarsson
Steinhissa á frétt um um að KFR sé í viðræðum við Djemba-Djemba
Eric Djemba Djemba.
Eric Djemba Djemba.
Mynd: Getty Images
„Þetta er það óvæntasta sem ég hef heyrt síðan konan mín sagði mér síðast að hún væri ólétt," sagði Tómas Birgir Magnússon, formaður meistaraflokksráðs KFR, í samtali við Fótbolta.net í dag aðspurður hvort að félagið sé í viðræðum við Eric Djemba-Djemba fyrrum miðjumann Manchester United.

Í hlaðvarpsþættinum Dr. Football var því haldið fram í dag að Djemba-Djemba, fyrrum miðjumaður Manchester United, sé í viðræðum um að gerast þjálfari hjá KFR í 4. deildinni. Tómas kannast ekki við þetta.

„Þetta er eitthvað sem ég hef ekki heyrt um. Þetta væri spennandi ef þetta er satt," sagði Tómas.

Ellert Geir Ingvason og Hjörvar Sigurðsson þjálfuðu KFR í 4. deildinni í fyrra og Tómas stefnir á viðræður við þá um áframhaldandi starf hjá Rangæingum. „Við stefnum á að byrja á að ræða við þá en við ræðum við Djemba Djemba," sagði Tómas léttur.

Hinn 38 ára gamli Djemba Djemba er miðjumaður frá Kamerún sem lék með Manchester United frá 2003 til 2005 án þess að gera miklar rósir.

Síðan þá hefur Djemba Djemba meðal annars leikið með Aston Villa, OB í Danmörku og félögum í Ísrael, Katar, Skotlandi, Serbíu, Indonesíu, Frakklandi og víðar.

Árið 2016 gekk Djemba Djemba til liðs við FC Vallorbe-Ballaigues í 5. deildinni í Sviss. Samkvæmt nýjustu mynd hans á Instagram er hann nú staddur í Singapúr.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner