Trent hafnar tilboðum Liverpool - West Ham stendur fast á verðmiðanum fyrir Kudus - Xabi Alonso hættir næsta sumar - Man Utd og Liverpool fylgjast með...
   fös 15. nóvember 2024 12:33
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Damir búinn að rifta samningi sínum (Staðfest)
Varð Íslandsmeistari í annað sinn í lok síðasta mánaðar.
Varð Íslandsmeistari í annað sinn í lok síðasta mánaðar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Samningur Damirs Muminovic við Breiðablik hefur verið rift, það má sjá á heimasíðu KSÍ.

Damir framlengdi samninginn sinn í ágúst og átti sá samningur að gilda út næsta tímabil. Sá samningur er nú úr gildi.

Damir er á leið til Asíu, til Brúnei þar sem hann mun spila í úrvalsdeildinni í Singapúr. Fjallað var um það í vikunni að Damir myndi skrifa undir samning við DPMM og sá samningur myndi gilda út tímabilið og möguleiki væri á framlengingu.

Damir er 34 ára miðvörður sem uppalinn er hjá HK og lék með Leikni og Víkingi Ólafsvík áður en hann samdi við Breiðablik fyrir tímabilið 2014. Hjá Breiðabliki hefur hann orðið Íslandsmeistari í tvígang.

Damir hefur leikið 267 leiki í efstu deild og skorað fjórtán mörk og á að baki sex A-landsleiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner