Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   þri 12. nóvember 2024 16:06
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: DPMM 
Sögðu frá því í ágúst að Damir væri á leiðinni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í dag er fjallað um þá slúðursögu að Damir Muminovic sé á leið til Asíu á næstunni og muni spila í úrvalsdeildinni í Singapúr. Hvorki Breiðablik né Damir vildu ræða málið við Fótbolta.net í dag.

Það sem ýtir undir slúðursöguna er sú staðreynd að félagið sem Damir er orðaður við, DPMM FC, greindi frá því í lok ágúst að Damir væri á leið til félagsins í desember.

DPMM, Duli Peningran Muda Mahkota, spilar í úrvalsdeildinni í Singapúr en er í Brúnei og tekur um tvo tíma að fljúga til Singapúr.

Félagið sagði á heimasíðu sinni 29. ágúst að það hefði ákveðið að fá Damir í sínar raðir í desember glugganum. Það er um tveimur vikum eftir að Damir skrifaði undir eins árs framlengingu á samningi sínum við Breiðablik.

Það eru níu lið í deildinni og er DPMM í sjötta sæti þegar liðin hafa spilað 17-19 leiki. Alls eru leiknar 36 umferðir og lýkur deildinni 23. maí. Nokkur lið í deildinni eru komin í frí framyfir áramót og er DPMM eitt þeirra. Næsti leikur liðsins er ekki fyrr en 13. janúar á næsta ári.

Damir átti gott tímabil með Breiðabliki, varð Íslandsmeistari og var valinn á bekkinn í liði ársins hér hjá Fótbolta.net. Hann er 34 ára miðvörður sem hefur verið hjá Breiðabliki síðan 2014 og á að baki sex A-landsleiki.

„Gerir samning þar til í júní með möguleika á framlengingu," skrifaði íþróttafréttamaðurinn Gunnar Birgisson á X í dag en Gunnar er yngri flokka þjálfari hjá Breiðabliki.

Damir var orðaður við félagaskipti til Asíu fyrri hluta árs og sagði við Fótbolta.net í ágúst að hann héldi því ennþá opnu „að geta farið eitthvað út, vonandi í nóvember/desember. Það kæmi í ljós í hversu langan tíma það yrði. Fjárhagslega, þá vona ég að það gangi eftir," sagði Damir.
Athugasemdir
banner
banner
banner