Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 16. janúar 2020 19:50
Ívan Guðjón Baldursson
Bordeaux tímdi ekki hálfri milljón fyrir Benteke
Mynd: Getty Images
Crystal Palace er að reyna að losa sig við belgíska sóknarmanninn Christian Benteke.

Hann verður að öllum líkindum lánaður út áður en janúarglugginn lokar og var hann næstum genginn í raðir Bordeaux á dögunum. Franska félagið hætti við lánssamninginn þegar Palace heimtaði hálfa milljón punda í greiðslu.

Bordeaux er að leita sér að sóknarmanni og hefur snúið sér að öðrum leikmönnum. Áhugi á Benteke er enn til staðar í frönsku deildinni og þá hefur Aston Villa einnig verið orðað við hann.

Benteke gekk til liðs við Aston Villa sumarið 2012 og sló í gegn. Hann var keyptur til Liverpool þremur árum síðar en hefur ekki tekist að halda uppi sömu markaskorun og áður.

Benteke gerði 42 mörk í 89 deildarleikjum með Villa og hefur skorað 15 sinnum í 37 landsleikjum. Tölfræði hans hjá Palace er þó hörmung, þar sem hann gefur gert 19 mörk í 97 úrvalsdeildarleikjum.
Athugasemdir
banner
banner
banner