Davíð Snorri aðstoðar Arnar með landsliðið
Arnar Gunnlaugsson, nýráðinn landsliðsþjálfari Íslands, sagðist á fréttamannafundi í dag vilja halda svipuðu þjálfarateymi og hefur verið í kringum landsliðið.
Það verður þó allavega ein breyting því Sölvi Geir Ottesen verður ekki áfram í kringum liðið. Það hafi einfaldlega ekki verið hægt þar sem hann er að taka við Víkingi. Það passi einfaldlega ekki saman að vera aðalþjálfari Víkings og í þjálfarateymi landsliðsins.
Það verður þó allavega ein breyting því Sölvi Geir Ottesen verður ekki áfram í kringum liðið. Það hafi einfaldlega ekki verið hægt þar sem hann er að taka við Víkingi. Það passi einfaldlega ekki saman að vera aðalþjálfari Víkings og í þjálfarateymi landsliðsins.
„Ég vil ekki sjá Sölva í Laugardalnum," sagði Arnar léttur og grínaðist með það að hann væri búinn að reka Sölva.
Arnar segist vera búinn að ræða við Davíð Snorra Jónasson um að vera áfram aðstoðarlandsliðsþjálfari og Davíð sé tilbúinn í það. Davíð Snorri var viðstaddur fréttamannafundinn áðan.
Arnar vill fá inn annan aðila til að fara í þá stöðu að vera sérfræðingur í föstum leikatriðum, eins og Sölvi var. Annars sé teymið mjög gott og faglegt starf sé innan KSÍ.
Athugasemdir