Arnar Gunnlaugsson var í gær staðfestur sem nýr landsliðsþjálfari Íslands.
Fastlega er gert ráð fyrir því að Sölvi Geir Ottesen verði kynntur sem nýr þjálfari Víkings en hann var aðstoðarmaður Arnars. Heyrst hefur að Víkingur verði með fréttamannafund á morgun.
Fastlega er gert ráð fyrir því að Sölvi Geir Ottesen verði kynntur sem nýr þjálfari Víkings en hann var aðstoðarmaður Arnars. Heyrst hefur að Víkingur verði með fréttamannafund á morgun.
„Knattspyrnudeild Víkings þakkar Arnari kærlega fyrir einstaklega farsælt og gott samstarf og um leið óskum við honum farsældar í nýju starfi sem þjálfara A landsliðs Íslands. Knattspyrnudeild Víkings mun tilkynna um ráðningu nýs aðalþjálfara á næstu dögum," sagði í tilkynningu Víkings sem send var út í gærkvöldi.
Það hefur lengi legið ljóst fyrir að Sölvi hefur verið hugsaður sem arftaki Arnars þegar hann myndi hætta hjá Víkingi. Þegar útlit var fyrir að Arnar færi til Norrköping var talað um að það væri ákveðið að Sölvi myndi taka við ef samningar næðust við sænska félagið.
Það má segja að Sölvi hafi fengið mjög góðan skóla undanfarin ár en hann hefur stýrt Víkingsliðinu þegar Arnar hefur verið í leikbanni.
Ekki er vitað hvort Arnar hafi þegar stýrt sínum síðasta leik hjá Víkingi eða hvort hann klári einvígið gegn Panathinaikos. Það ætti að skýrast á eftir en klukkan 14 verður fréttamannafundur í Laugardalnum. Þar ætti einnig að koma í ljós hvort Sölvi verði áfram í teymi landsliðsins samhliða starfinu hjá Víkingi.
Samkvæmt heimildum Fótbolta.net borgar KSÍ 10 milljónir til Víkings fyrir að fá Arnar lausan en hann átti ár eftir af samningi sínum.
Athugasemdir