Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
banner
   þri 16. febrúar 2021 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Carvajal á meiðslalista Real Madrid
Dani Carvajal, hægri bakvörður spænska félagsins Real Madrid, verður frá næsta mánuðinn vegna meiðsla sem hann varð fyrir í 2-0 sigrinum á Valencia á dögunum.

Spænski bakvörðurinn fór meiddur af velli eftir 28 mínútur gegn Valencia en Lucas Vazquez kom inná fyrir hann.

Carvajal meiddist á læri eftir högg sem hann fékk í leiknum og ljóst að hann verður frá næsta mánuðinn eða svo.

Þetta er mikill höfuðverkur fyrir Zinedine Zidane, þjálfara Madrídinga, en þetta er áttundi leikmaðurinn sem bætist á meiðslalista félagsins.

Eden Hazard, Rodrygo, Marcelo, Eder Militao, Alvaro Odriozola, Federico Valverde og Sergio Ramos eru allir meiddir en liðið á næst leik gegn Real Valladolid um helgina áður en það mætir Atalanta í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.
Athugasemdir