Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
   þri 16. febrúar 2021 13:30
Magnús Már Einarsson
Stefnt á áhorfendur í úrslitum bikarsins
Stefnt er á að leyfa áhorfendur á úrslitaleik enska bikarsins og enska deildabikarsins á Wembley í vor.

Áhorfendabann er í Englandi vegna kórónuveirunnar en bólusetning er í gangi þar í landi og stefnt er á að prófa að leyfa áhorfendur á þessum tveimur leikjum. Yfirvöld í Englandi vilja þó ekki gefa formlegt leyfi fyrr en nær dregur.

Úrslitaleikur deildabikarsins fer fram 25. apríl en þar mætast Tottenham og Manchester City.

Úrslitaleikur deildabikarsins fer oftast fram í febrúar en hann var færður í ár til að auka möguleika á að áhorfendur gætu mætt.

Stefnt er á að spila úrslitaleikinn í enska bikarunm þann 15. maí.
Athugasemdir
banner